Privacy Notice for Candidates - Iceland (icelandic)
Persónuverndaryfirlýsing fyrir umsækjendur Upplýsingar um vinnslu okkar á persónuupplýsingum
Kæri umsækjandi,
Hér að neðan má finna upplýsingar um hvernig persónuupplýsingar þínar eru unnar í ráðningarferlinu. Þú átt möguleika á að hraðskima yfir þessa persónuverndaryfirlýsingu með því að nota Yfirlit, en við hvetjum þig til að lesa persónuverndaryfirlýsinguna í heild fyrir ítarlegri upplýsingar.
YFIRLIT
Til að gera þessa persónuverndaryfirlýsingu aðgengilegri höfum við búið til stutta yfirlitsgrein til að auðvelda þér að vísa í hana. Ef þú þarft ítarlegri upplýsingar um tiltekin efni, er einfaldlega hægt að smella á tenglana sem eru gefnir fyrir hvern kafla.
Þessi persónuverndaryfirlýsing á við um alla umsækjendur sem sækja um stöðu hjá Verifone, þar á meðal starfsmenn, verktaka og svipaðar stöður, á öllum starfsstöðvum Verifone. Það nær yfir öll stig ráðningarferlisins, allt frá umsóknarferli til ráðningarferlis.
Nánari upplýsingar er að finna í 1. kafla - Inngangur.
Nafn og aðrar auðkennisupplýsingar viðkomandi ábyrgðaraðila gagna (þ.e. Verifone-einingarinnar sem gæti orðið vinnuveitandi þinn ef þú ert valinn umsækjandi) verða sendar til þín út frá því tiltekna starfi sem þú sóttir um.
Nánari upplýsingar er að finna í 2. kafla - Upplýsingar um ábyrgðaraðilann og persónuverndarfulltrúann.
Ráðningarferlið felur í sér söfnun og notkun eftirfarandi flokka persónuupplýsinga:
- Auðkenninaupplýsingar: nafn, fæðingardagur, kyn o.s.frv.
- Tengiliðaupplýsingar: netfang, símanúmer, heimilisfang o.s.frv.
- Upplýsingar um starfið: ferilskrá, menntun og starfsferill.
- Ferilsskoðanir: sakavottorð, lánshæfismat (þegar við á).
- Viðkvæmar upplýsingar: geta innihaldið kynþátt, fötlunarstöðu og heilsufarsupplýsingar (eins og lög kveða á um).
Gögnin sem safnað er verða notuð til að meta hæfni umsækjenda og ákvarða hæfni þeirra til að gegna starfinu. Unnið er úr gögnum umsækjenda í samræmi við lagaskyldur, lögmæta hagsmuni, samþykki og, ef við á, fyrirkomulag fyrir samningsgerð (til dæmis áður en atvinnutilboðið er boðið).
Ferilsskoðanir eru aðeins framkvæmdar eftir að samþykki umsækjanda hefur verið fengið í gegnum sérhæfðan þriðja aðila. Þessar skoðanir geta falið í sér staðfestingu á starfssögu, sakavottorð og öðrum viðeigandi upplýsingum, eins og starfið og gildandi lög kveða á um. Að auki eru frekari upplýsingar um vinnslu viðkvæmra gagna, þar á meðal ferilsskoðanir, sjálfvirka ákvarðanatöku og tengd ferli, tiltækar til skýringar í 5. kafla - Hvernig notum við persónuupplýsingar þínar, 6. kafla - Hvers vegna við gætum notað sérstaka flokka persónuupplýsinga, 7. kafla - Ferilsskoðanir og 8. kafla - Sjálfvirk ákvarðanataka.
Gögnum er yfirleitt varðveitt í allt að 12 (tólf) mánuði eftir ráðningarferlið nema lengri varðveislutíma sé krafist (t.d. ef umsækjandi er valinn og upplýsingarnar sem safnað var í ráðningarferlinu eru færðar inn í persónulega skrá starfsmannsins og skulu geymdar í samræmi við gildandi lög) eða ef samþykki hefur verið veitt fyrir framlengdri varðveislu.
Nánari upplýsingar er að finna í 12. kafla - Hversu lengi við varðveitum persónuupplýsingar þínar.
Allar persónuupplýsingar sem eru unnar er deilt með viðurkenndum starfsmönnum, öðrum Verifone-fyrirtækjum og þriðja aðila eins og þjónustuaðilum, verktaka og lögaðilum til að styðja við ráninguna, rekstrarþarfir og lagalega fylgni. Gögn kunna einnig að vera flutt alþjóðlega með öryggisráðstöfunum til að tryggja vernd.
Nánari upplýsingar er að finna í 9. kafla - Með hverjum deilum við persónuupplýsingum þínum, hvers vegna og hvernig og 10. kafla - Hvar persónuupplýsingar þínar eru varðveittar.
Sem skráður einstaklingur, sérstaklega sem starfsmaður, átt þú rétt á ýmsum réttindum, þar á meðal aðgangi að persónuupplýsingum þínum, leiðréttingu, eyðingu (í ákveðnum tilvikum), að flytja eigin gögn og möguleika á að takmarka eða andmæla vinnslu gagna. Þessi réttindi geta verið mismunandi eftir lögsögu (t.d. ESB/EES, Bretlandi, Bandaríkjunum, Brasilíu, Tyrklandi). Þú hefur einnig rétt til að leggja fram kvartanir til persónuverndaryfirvalda í þínu landi/svæði. Til að nýta þessi réttindi, vinsamlegast hafið samband við Verifone í gegnum privacy@verifone.com. Nánari upplýsingar er að finna í 13. kafla - Persóunverndarréttur þinn og 14. kafla - Hvernig er hægt að nýta persóunverndarrétt sinn.
Til að tryggja að allir umsækendur skilji hvernig persónuupplýsingar þeirra eru unnar, er þessi persónuverndaryfirlýsing aðgengileg á ensku í viðmiðunarútgáfu. Hins vegar munum við, ef óskað er eftir því, útvega þýðingu á persónuverndaryfirlýsingunni á tungumáli sem á við um staðsetningu þína eða móðurmál, þar sem það er sanngjarnt mögulegt og krafist samkvæmt gildandi lögum.
Til að óska eftir þýðingu, vinsamlegast hafið samband við okkur eins og fram kemur í 15. kafla - Tengiliðaupplýsingar. Við munum gera allt sem í okkar valdi stendur til að svara tafarlaust og veita nauðsynlegar þýðingar eða skýringar. Ef ósamræmi kemur upp á milli ensku útgáfunnar og þýddrar útgáfu af þessari persónuverndaryfirlýsingu, skal enska útgáfan gilda nema annars sé krafist samkvæmt gildandi lögum á hverjum stað.
Ef þú ert með einhverjar spurningar eða áhyggjur geturðu haft samband við persónuverndarfulltrúa Verifone.
Persónuverndaryfirlýsingin er uppfærð með reglulegu millibili.
Nánari upplýsingar er að finna í 15. kafla - Tengiliðaupplýsingar og 16. kafla - Uppfærslur.
PERSÓNUVERNDARSTEFNAN Í HEILD
Og héðan er hægt að lesa alla persónuverndaryfirlýsinguna.
I. ALMENNAR UPPLÝSINGAR
1. Inngangur
VeriFone Inc. er bandarískt fyrirtæki með skráð heimilisfang í Bandaríkjunum, 2744 N University Drive, Coral Springs, Flórída 33065, og bein og óbein móður- og dótturfélög þess eru útlistuð hér(sameiginlega "Verifone Group", "Verifone", "fyrirtækið", "við", "okkur" o.s.frv.) starfa sem ábyrgðaraðilar gagna og við erum staðráðin í að vernda persónuupplýsingar og virða friðhelgi allra einstaklinga sem sækja um starf hjá okkur sem starfsmaður eða til að starfa með okkur sem verktaki, sjálfboðaliði, í starfsþjálfun og því um líkt ("þú", "umsækjandi").
Þessi persónuverndaryfirlýsing útskýrir hvernig við vinnum með persónuupplýsingar þínar í gegnum ráðningarferlið og eftir að ráðningarferlinu lýkur. Við útskýrum sérstaklega hvaða persónuupplýsingar við söfnum um þig, hvers vegna við söfnum þeim, hvað við gerum við þær og á hvaða grundvelli. Þú finnur einnig upplýsingar um réttindi þín varðandi persónuupplýsingar þínar og hvernig þú getur haft samband við okkur.
Verifone leitar að umsækjendum í gegnum innri mannauðsdeildir sínar og utanaðkomandi samstarfsaðila, þar á meðal ráðningarstofur, ráðningarsérfræðinga og aðra þriðju aðila sem aðstoða Verifone við að fylla laus störf. Upplýsingar um tækifæri til að ganga til liðs við okkur og hvernig á að sækja um er að finna á vefsíðum okkar og opinberum netrásum (t.d. Google, LinkedIn), sem og á þriðja aðila vettvangi (t.d. Glassdoor, Best Jobs, Hipo, Smart recruiters o.s.frv.), á háskólasvæðum og atvinnumörkuðum eða í samtölum við vini. Óháð því hvernig þú fréttir af okkur eða hvaða umsóknarleið þú notar til að sækja um starf hjá okkur, þá á þessi persónuverndaryfirlýsing við þig. Verifone kann einnig að aðlaga viðbótartilkynningar á staðnum og mun tilkynna þér um slíkar tilkynningar, ef þær eiga við um þig.
Ef þú sækir um að ganga til liðs við fyrirtæki Verifone sem er staðsett innan EES: Við munum vinna úr persónuupplýsingum þínum í samræmi við ákvæði reglugerðar ESB nr. 679/2016 um vernd einstaklinga varðandi vinnslu persónuupplýsinga og um frjálsan flutning slíkra upplýsinga og um niðurfellingu tilskipunar 95/46/EB ("almenna persónuverndarreglugerðin"), landslög viðkomandi EES-ríkis sem innleiða allar tilskipanir ESB sem eiga við (í heild eða að hluta) um vinnslu persónuupplýsinga þinna (eins og til dæmis tilskipun 2002/58/EB ("tilskipun um rafræna friðhelgi einkalífsins") ásamt gildandi lögum á hverjum stað, þar á meðal lögum á hverjum stað sem innleiða almennu persónuverndarreglugerðina og gildandi reglugerðum um vinnulöggjöf ("persónuverndarlöggjöf EES").
Ef þú sækir um að ganga til liðs við fyrirtæki Verifone sem er staðsett í Bretlandi: Við munum vinna úr persónuupplýsingum þínum í samræmi við ákvæði almennu persónuverndarreglugerðar Bretlands sem gildir samkvæmt 3. gr. laga um útgöngu úr Evrópusambandinu frá 2018 ("almenna persónuverndarreglugerð Bretlands") og lögum um persónuvernd frá 2018, reglugerðum um friðhelgi einkalífsins og rafræn samskipti (EB-tilskipun) frá 2003 eins og þær halda áfram að gilda samkvæmt 2. gr. laga um útgöngu úr Evrópusambandinu frá 2018 ("PECR") ásamt gildandi lögum á hverjum stað, þar á meðal reglugerðum um vinnulöggjöf ("perónuverndarlöggjöf Bretlands").
Ef þú sækir um að starfa hjá fyrirtæki Verifone í Brasilíu: Við munum vinna úr persónuupplýsingum þínum í samræmi við ákvæði almennra laga um persónuvernd (Lei Geral de Proteção de Dados, lög nr. 13.709/2018 - "LGPD") sem gilda um vinnslu persónuupplýsinga ásamt gildandi lögum á hverjum stað, þar á meðal reglugerðum um vinnulöggjöf ("persónuverndarlöggjöf Brasilíu").
Ef þú sækir um að ganga til liðs við fyrirtæki Verifone sem er staðsett í Bandaríkjunum: Við munum vinna úr persónuupplýsingum þínum í samræmi við gildandi alríkis- og fylkislög um persónuvernd, þar á meðal, en ekki takmarkað við, California Consumer Privacy Act-lögin ("CCPA"), California Privacy Rights Act-lögin ("CPRA"), Colorado Privacy Act-lögin, Connecticut Act Concerning Personal Data Privacy and Online Monitoring-lögin, Delaware Personal Data Privacy Act-lögin, Florida Digital Bill of Rights-lögin, Montana Consumer Data Privacy Act-lögin, Oregon Consumer Privacy Act-lögin, Texas Data Privacy and Security Act-lögin, Utah Consumer Privacy Act-lögin, og Virginia Consumer Data Protection Act-lögin, þar sem við á ásamt gildandi lögum á hverjum stað, þar á meðal reglugerðum um vinnulöggjöf ("persónuverndarlöggjöf Bandaríkjanna").
Ef þú sækir um að ganga til liðs við fyrirtæki Verifone sem er staðsett í Tyrklandi: Við munum vinna úr persónuupplýsingum þínum í samræmi við tyrknesk lög nr. 6698 um vernd persónuupplýsinga ("KVKK") sem gilda um vinnslu persónuupplýsinga ásamt gildandi lögum og reglugerðum um vinnulöggjöf ("persónuverndarlöggjöf Tyrklands").
Ef þú sækir um að ganga til liðs við fyrirtæki Verifone sem er staðsett í Kína: Við munum vinna úr persónuupplýsingum þínum í samræmi við lög um vernd persónuupplýsinga ("PIPL") sem gilda um vinnslu persónuupplýsinga í Kína ásamt gildandi lögum og reglugerðum um vinnulöggjöf á hverjum stað ("persónuverndarlöggjöf Kína").
Ef þú sækir um að ganga til liðs við fyrirtæki Verifone sem er staðsett í Taívan: Við munum vinna úr persónuupplýsingum þínum í samræmi við lög um persónuvernd ("PDPA") Taívans ásamt gildandi lögum á hverjum stað, þar á meðal reglugerðum um vinnulöggjöf ("persónuverndarlöggjöf Taívans").
Ef þú sækir um að ganga til liðs við fyrirtæki Verifone sem er staðsett í Singapúr: Við munum vinna úr persónuupplýsingum þínum í samræmi við lög um vernd persónuupplýsinga frá 2012 ("PDPA") ásamt gildandi lögum á hverjum stað, þar á meðal reglugerðum um vinnulöggjöf ("persónuverndarlöggjöf Singapúr").
Ef þú sækir um að ganga til liðs við fyrirtæki Verifone sem er staðsett í Suður-Kóreu: Við munum vinna úr persónuupplýsingum þínum í samræmi við lög um vernd persónuupplýsinga ("PIPA") ásamt gildandi lögum á hverjum stað, þar á meðal reglugerðum um vinnulöggjöf ("persónuverndarlöggjöf Kóreu").
Ef þú sækir um að ganga til liðs við fyrirtæki Verifone sem er staðsett á Indlandi: Við munum vinna úr persónuupplýsingum þínum í samræmi við lög um verndun stafrænna persónuupplýsinga frá 2023 ("DPDP lögin") þegar þau taka gildi ásamt gildandi lögum á hverjum stað, þar á meðal reglugerðum um vinnulöggjöf ("persónuverndarlöggjöf Indlands").
Ef þú sækir um að ganga til liðs við fyrirtæki Verifone sem er staðsett í Ástralíu: Við munum vinna úr persónuupplýsingum þínum í samræmi við persónuverndarlög frá 1988 ásamt gildandi lögum á hverjum stað, þar á meðal reglugerðum um vinnulöggjöf ("persónuverndarlöggjöf Ástralíu").
Ef þú sækir um að ganga til liðs við fyrirtæki Verifone sem er staðsett í Suður-Afríku: Við munum vinna úr persónuupplýsingum þínum í samræmi við lög um vernd persónuupplýsinga ("POPIA") ásamt gildandi lögum á hverjum stað, þar á meðal reglugerðum um vinnulöggjöf ("persónuverndarlöggjöf Suður-Afríku").
Ef þú sækir um að ganga til liðs við fyrirtæki Verifone sem er staðsett á Filippseyjum: Við munum vinna úr persónuupplýsingum þínum í samræmi við lög um persónuvernd frá 2012 ásamt gildandi lögum á hverjum stað, þar á meðal reglugerðum um vinnulöggjöf ("persónuverndarlöggjöf Filippseyja").
Ef þú sækir um að ganga til liðs við fyrirtæki Verifone sem er staðsett í öðru landi: Við munum vinna úr persónuupplýsingum þínum í samræmi við ákvæði gildandi laga á hverjum stað, þar á meðal persónuverndarreglum og reglugerðum um vinnulöggjöf.
Mikilvægt er að hafa í huga að þessi persónuverndaryfirlýsing á við um allan heim, en öll vinnslustarfsemi sem lýst er hér mun fara fram á öllum starfsstöðvum Verifone.
Að auki geta staðbundin lög um gagnavernd og friðhelgi einkalífsins veitt einstaklingum frekari réttindi eða úrræði og Verifone frekari takmarkanir. Verifone kann einnig að samþykkja staðbundnar reglur sem mun verða bætt við þessa persónuverndaryfirlýsingu.
Mikilvæg athugasemd:
Allar umsóknir eru yfirfarnar af innri mannauðsteymi okkar og, ef þörf krefur, af utanaðkomandi aðilum sem við vinnum með til að ráða í lausar stöður. Vinsamlegast athugið að óháð því hvaða umsóknarleið er notuð, þá kunna persónuupplýsingar þínar að vera fluttar út fyrir búsetuland þitt.
Við vinnum úr upplýsingum þínum til að tengja þig við bestu störfin hjá Verifone og til að meta hvort þú hentir best í tiltekið starf. Til að stjórna ráðningar- og valferli umsækjenda hjá Verifone, kunnum við að færa upplýsingar þínar inn í ráðningargagnagrunn okkar.
Verifone kann að bjóða þér að taka þátt í mati til að meta þekkingu þína, færni og hæfni til að gegna starfi. Við mat á hæfni þinni kann Verifone að skoða niðurstöður matsins og aðrar upplýsingar sem þú eða aðrir hafa gert aðgengilegar í gegnum ýmsa miðla eða netkerfi.
Ef þú ert talinn hæfur einstaklingur, vinsamlegast athugaðu að við gætum þurft að framkvæma ferilsskoðanir. Þessar skoðanir verða framkvæmdar af sérhæfðum þriðju aðilum sem munu hafa samband við þig beint til að biðja um samþykki þitt.
Ef þú ert valin(n) í starf hjá Verifone verða upplýsingar þínar einnig notaðar til að auðvelda ráðningarferlið. Eftir því hvaða svæði þú ert í, gætu frekari upplýsingar um notkun okkar á ferilsskoðunargögnum verið settar fram í viðeigandi persónuverndaryfirlýsingum og/eða stefnum þjónustuaðila okkar sem sérhæfir sig í ferilsskoðunum.
Ef þér er boðið starf hjá Verifone og þú samþykkir það, verða persónuupplýsingar þínar sem safnað er við ráðningarferlið hluti af starfsmannaskrá þinni og lúta persónuverndaryfirlýsingu Verifone fyrir starfsmenn, sem þú munt fá afrit af áður en þú byrjar í starfinu.
2. Upplýsingar um ábyrgðaraðila og persónuverndarfulltrúa
Verifone-einingin sem leitar að umsækjanda — hvort sem er með því að auglýsa atvinnuauglýsingu á vefsíðu sinni, í gegnum ráðningarstofur eða í gegnum netvettvangi — gegnir hlutverki "ábyrgðaraðila" sem ber ábyrgð á vinnslu persónuupplýsinga umsækjanda í ráðningartilgangi.
Ef þú ert óviss um hvaða Verifone fyrirtæki er ábyrgðaraðili persónuupplýsinga þinna og hvaða reglur kunna að eiga við um þig, getur þú haft samband við viðeigandi mannauðsdeild, sem tilgreind er í starfslýsingunni, til að fá frekari upplýsingar.
Ef þú ert með einhverjar spurningar varðandi þessa persónuverndaryfirlýsingu eða hvernig við vinnum persónuupplýsingar þínar, getur þú haft samband við persónuverndarfulltrúa okkar ("persónuverndarfulltrúi"). Netfang persónuverndarfulltrúans er: privacy@verifone.com.
II. HVAÐA PERSÓNUUPPLÝSINGUM SÖFNUM VIÐ OG TIL HVAÐA NOTA
3. Flokkar persónuupplýsinga sem við söfnum um þig
Við söfnum, geymum og notum ákveðnar upplýsingar um þig til að meta hæfni þína á réttan hátt og ákveða hvort við gerum þér tilboð um starf hjá okkur. Vinsamlegast athugaðu að nákvæmt umfang persónuupplýsinga sem við söfnum um þig í ráðningarferlinu kann að vera takmarkað af vinnuréttarlöggjöf á hverjum stað. Við biðjum aldrei um eða söfnum meiri persónuupplýsingum en heimilt er samkvæmt gildandi lögum. Eftir því hvar þú ert staðsett(ur) kunnum við að safna og nota eftirfarandi persónuupplýsingar um þig:
Við kunnum einnig að safna sérstökum eða viðkvæmum flokkum gagna - svo sem kennitölu, ökuskírteini, persónuskilríkjum eða vegabréfsnúmeri (sem teljast viðkvæmar persónuupplýsingar samkvæmt ákveðnum bandarískum lögum um persónuvernd, t.d. California Privacy Rights Act-lögunum), kynþætti eða þjóðaruppruna (valfrjálst), þjóðerni (valfrjálst), þjóðaruppruna (valfrjálst), læknisfræðilegum aðstæðum (valfrjálst), herþjónustu eða stöðu sem fyrrverandi hermaður (valfrjálst) og fötlun (valfrjálst) - að því marki sem það er nauðsynlegt til að fara að lögum á hverjum stað og öðrum gildandi lögum (t.d. til að tryggja öryggi þitt á vinnustað) eða til að gera viðeigandi aðlögun á vinnustað. Við gætum einnig beðið þig um að láta okkur í té upplýsingar um sakaskrá og lánshæfismat.
Slíkar viðkvæmar upplýsingar verða aðeins unnar ef þess er krafist samkvæmt gildandi lögum um persónuvernd og gagnavernd. Frekari upplýsingar eru veittar hér að neðan í 6. kafla - Hvers vegna við gætum notað sérstaka flokka persónuupplýsinga, og 7. kafla - Ferilsskoðanir.
Ef við óskum eftir frekari upplýsingum sem ekki er lýst hér að ofan munum við láta þig vita, þegar við söfnum upplýsingunum, hvers vegna við óskum eftir þeim og hvernig við munum vinna úr þeim.
Þótt þú sért ekki lagalega skyldug(ur) til að láta okkur í té persónuupplýsingar þínar, getur það komið í veg fyrir að við getum metið umsókn þína og framkvæmt aðrar nauðsynlegar aðgerðir sem tengjast lagalegum skyldum okkar.
Í ákveðnum tilteknum tilvikum kunna persónuupplýsingar þínar að vera notaðar í tilgangi sem tengist ekki verkefni þínu að eigin frumkvæði (t.d. kannanir, sjálfbærar aðgerðir, markaðssetning, fréttabréf tengd lausum störfum o.s.frv.). Að neita að veita persónuupplýsingar í eftirfarandi tilgangi mun ekki hafa áhrif á umsóknarferlið.
Það er mikilvægt að persónuupplýsingar sem við geymum um þig séu réttar og uppfærðar. Þannig getum við mælt með eða óskað sérstaklega eftir, með reglulegu millibili, endurstaðfestingu persónuupplýsinga sem umsækjendur láta í té í þeim tilgangi sem lýst er hér að neðan.
4. Hvernig við söfnum persónuupplýsingum þínum
Við kunnum að safna persónuupplýsingum þínum á mismunandi vegu eins og gildandi lög leyfa:
- Beint frá þér þegar þú sendir inn umsókn þína eða þegar þú lætur okkur í té frekari upplýsingar sem hluta af ráðningar- og viðtalsferlinu.
- Frá þriðju aðilum eins og þeim sem sérhæfa sig í skjalavörslu eða yfirliti yfir refsiákvæði, upplýsingum um ferilsskoðun sem veittar eru eða staðfestar af fræðastofnunum og þjálfunar- eða vottunaraðilum, ráðningar- eða leitaraðilum hjá framkvæmdaskrifstofum, vinnuvettvöngum á netinu og vefgáttum.
- Frá öðrum einstaklingum, svo sem meðmælendum meðan á umsóknarferlinu stóð, þar á meðal núverandi eða fyrrverandi vinnuveitendum þínum, verktökum, samstarfsmönnum eða vinum. Við gætum einnig safnað persónuupplýsingum um þig ef þér er vísað á starf hjá Verifone samkvæmt innri tilvísunaráætlun okkar.
- Úr opinberum aðgengilegum heimildum, svo sem internetinu, þar sem það er heimilt (t.d. upplýsingum sem þú hefur gert opinberlega aðgengilegar á faglegum netsíðum eins og LinkedIn), opinberum skrám yfir einstaklinga og fyrirtæki, opinberum skrám yfir einstaklinga og aðila sem sæta takmörkunum, opinberum listum yfir pólitískt áhættusama einstaklinga, skrám yfir raunverulega eigendur.
Við gætum sameinað upplýsingar sem við fáum frá ýmsum aðilum sem lýst er í þessari persónuverndaryfirlýsingu og notað eða birt þær í þeim tilgangi sem lýst er hér að neðan.
5. Hvernig notum við persónuupplýsingar þínar
Við notum persónuupplýsingar þínar aðeins þegar við höfum lögmætan grundvöll til þess og við geymum ekki gögnin þín lengur en nauðsyn krefur til að ná þeim tilgangi sem við söfnuðum upplýsingum um þig í. Í töflunni hér að neðan gefum við upplýsingar um hvernig við notum gögnin þín og hvaða lögmæta grundvelli við byggjum á þegar við notum þau og hversu lengi við varðveitum þau.
Mat á umsókn þinni, þar á meðal:
- ákvörðun um hæfni þína fyrir stöðu hjá Verifone;
- mat á umsókn þinni og samskipti við þig um umsóknarferlið;
- skipulagning og framkvæmd viðtala við þig, þar á meðal að útvega gistingu;
- undirbúning tilboðs, ef við ákveðum að bjóða þér stöðu hjá Verifone;
- að fara yfir upplýsingar sem ráðningar- eða starfsmannaveitur.
Framkvæmd rekstrarstjórnunarstarfsemi, svo sem:
- að fara yfir upplýsingar sem tengjast þér sem gerðar eru aðgengilegar í gegnum ýmsa miðla eða netrásir, vefsíður, spjallborð eða palla sem tengjast starfsstarfsemi þinni (t.d. LinkedIn, vefsíðu þína og núverandi vinnuveitanda);
- að taka upp mynd af þér í eftirlitsmyndböndum á skrifstofum Verifone, gefa út skráningarvottorð (þar með talið ljósmynd), taka upp upplýsingar um komu og brottför og taka upp viðtöl, að því marki sem gildandi lög leyfa;
- verndun á öryggi, varnir og heilleiki eigna okkar eða annarra aðila (þar á meðal gagnagrunna okkar og annarra tæknilegra eigna);
- uppgötvun, forvarnir og viðbrögð við öryggisatvikum eða annarri illgjarnri, villandi, sviksamlegri eða ólöglegri starfsemi;
- umbætur á ráðningarferli okkar, þar á meðal eflingu fjölbreytileika, jafnréttis og aðgengis;
- stofnun, beiting eða vörn lagalegra krafna þinna, Verifone eða þriðja aðila.
Staðfesting á löglegri stöðu þinni og hæfi til að vinna með okkur, þ.e.:
- staðfesting á ríkisborgararétti þínum og upplýsingum um vegabréfsáritun og innflytjendamál, ef við á;
- að uppfylla skyldur eða nýta sértæk réttindi Verifone eða þín sem kveðið er á um í lögum um vinnumál, almannatryggingar eða félagslega vernd í hverju landi/hverjum stað - sem eiga við um vinnslu sérstakra flokka gagna (t.d. upplýsingar um fötlun þína, heilsufarsvandamál, kynhneigð o.s.frv.);
- að bjóða upp á jöfn tækifæri og fylgja lögum gegn mismunun eða skyldum stjórnvalda til að tilkynna um málefni;
- svara kröfum frá lögbærum yfirvöldum (t.d.skattyfirvöldum, eftirlitsyfirvöldum), löggæsluyfirvöldum, ríkisstofnunum, dómstólum eða öðrum þriðja aðilum þar sem við teljum að upplýsingagjöf sé nauðsynleg (i) samkvæmt gildandi lögum eða reglugerðum, (ii) til að nýta, staðfesta eða verja lagaleg réttindi okkar, eða (iii) til að vernda brýna hagsmuni þína eða annarra aðila;
- framkvæma athuganir samkvæmt viðeigandi reglum um peningaþvættir, þar á meðal athuga refsilista, lista yfir pólitíska áhættuhópa, skrár yfir raunverulega eigendur, opinberar viðskiptaskrár og aðra opinbera aðgengilega gagnagrunna, ef við á.
Að framkvæma innleiðingarferli fyrir umsækjendur í stjórnunarstöðum, þ.e.:
- stofnun reikninga á ráðningarverkpöllum fyrir mannauðsdeildir (t.d. Green House).
- framkvæma ferilsskoðanir, þar á meðal sakavottorð og lánshæfismat, ef við á;
- yfirferð meðmæla sem veittar eru eða staðfestar af fræðastofnunum og þjálfunar- eða vottunaraðilum;
- að veita upplýsingar sjálfviljugt (t.d. upplýsingar eins og áhugamál eða launasaga);
- hafa samband við þig varðandi önnur laus störf sem þú gætir hentað í;
- að upplýsa þig um ráðningarviðburði okkar sem þú velur að taka þátt í;
- að uppfylla tilvísunarbeiðni þegar starfsmaður okkar vísar þér í starf hjá okkur með því að nota tilvísunarferli okkar, eins og heimilt er, þar á meðal með því að nota uppgefnar tengiliðaupplýsingar til að hafa samband við þig;
- þátttaka í könnunum;
- að senda þér upplýsingar um atvinnuauglýsingar Verifone, starfsmarkaði, fréttabréf og tengd fyrirtækjasamskipti.
Að tryggja öryggi þitt og annarra einstaklinga, þar á meðal:
- verndun réttinda þeirra sem eiga samskipti við okkur eða aðra;
- ef nauðsyn krefur vegna lýðheilsuástæða eða eins og gildandi lög kveða á um;
- að koma í veg fyrir útbreiðslu smitsjúkdóma;
- að kalla eftir læknisaðstoð í neyðartilvikum.
Við munum aðeins nota persónuupplýsingar þínar í þeim tilgangi sem við söfnum þeim, nema ef við höfum rökstudda ályktun um að við þurfum að nota þær í annarri ástæðu sem er í samræmi við upphaflegan tilgang. Ef við þurfum að nota persónuupplýsingar þínar í óskyldum tilgangi munum við láta þig vita og útskýra lögmætan grundvöll sem heimilar okkur það.
6. Hvers vegna við kunnum við að nota sérstaka flokka persónuupplýsinga
Eins og fram kemur hér að ofan getur sum vinnsla falið í sér sérstaka flokka persónuupplýsinga, svo sem kynþátt eða þjóðaruppruna, kynvitund, kynhneigð, þjóðerni, uppruna, læknisfræðilegum aðstæðum, herþjónustu eða stöðu sem fyrrverandi hermaður og fötlun. Slíkar viðkvæmar upplýsingar verða aðeins unnar þar sem það er heimilt samkvæmt gildandi lögum um friðhelgi einkalífsins og gagnavernd og öðrum gildandi lögum (t.d. um heilsufar og öryggi starfsmanna, kröfur um ráðningu o.s.frv.). Við kunnum að nota sérstaka flokka persónuupplýsinga sem tengjast þér:
- Heilbrigðis- eða örorkustaða, að því marki sem það er nauðsynlegt til að fara að lögum á staðnum og öðrum gildandi lögum (t.d. til að tryggja öryggi þitt á vinnustað), til að veita viðeigandi heilbrigðistengdar aðlaganir eða fríðindi, til að stjórna áhættu á heilbrigðistengdri vinnuvernd og öryggi og til að fara að kröfum heilbrigðisyfirvalda.
- Kynþáttur eða þjóðaruppruni að því marki sem það er nauðsynlegt til að tryggja jöfn tækifæri í starfi, fara að lögum gegn mismunun og stuðla að fjölbreytileika og aðgengi innan fyrirtækisins. Þetta getur falið í sér eftirlit og skýrslugerð um mælikvarða okkar á fjölbreytileika og árangur áætlana okkar um fjölbreytileika.
- Herþjónusta eða staða sem fyrrverandi hermmaður að því marki sem það er nauðsynlegt til að fara að gildandi lögum og veita viðeigandi viðurkenningu og aðlögun fyrir þjónustu þína, sem og til að tryggja að við uppfyllum allar skyldur okkar varðandi stuðning við atvinnu fyrrverandi hermanna.
- Þjóðerni eða innflytjendastaða að því marki sem það er nauðsynlegt til að tryggja að farið sé að útlendingalögum og ferlum til að staðfesta hæfi til vinnu.
Með því að vinna úr þessum flokkum persónuupplýsinga á lögmætan og aðgætinn hátt stefnum við að því að skapa öruggan og inngildan vinnustað sem virðir fjölbreyttar þarfir og bakgrunn starfsmanna.
Við kunnum einnig að nota viðkvæmar upplýsingar þínar, sem teljast viðkvæmar persónuupplýsingar samkvæmt ákveðnum bandarískum lögum um persónuvernd, t.d. California Privacy Rights Act-lögunum, svo sem kennitölu, ökuskírteini, persónuskilríki eða vegabréfsnúmer. Við gerum þetta aðeins að því marki sem gildandi persónuverndarlög leyfa á hverjum stað.
7. Ferilsskoðanir
Sem hluti af alþjóðlegu ráðningarferli okkar kann Verifone að framkvæma ferilsskoðanir til að tryggja heiðarleika, áreiðanleika og hæfni umsækjenda fyrir tiltekin störf. Þessi skoðun eru takmörkuð við það sem er nauðsynlegt, í réttu hlutfalli við og viðeigandi fyrir viðkomandi hlutverk. Þetta getur falið í sér staðfestingu á atvinnu, menntun, sakavottorð eða fjárhagslega skoðun, allt eftir eðli starfsins og gildandi lagalegum kröfum. Slík skoðun fer aðeins fram eftir að þú hefur fengið skýrt, upplýst samþykki þitt og eru framkvæmdar í samræmi við gildandi lög um gagnavernd og vinnulöggjöf.
AÐEINS ef þú ert talinn hæfur einstaklingur gætir þú verið beðinn um að gangast undir ferilsskoðun.
Vinsamlegast látið vita af eftirfarandi:
- Ferilsskoðanir eru framkvæmdar af þjónustuaðila sem sérhæfir sig í ferilsskoðunum. Þjónustuveitan sem sér um ferilsskoðun þarf að fá samþykki þitt fyrirfram áður en hún hefst og mun upplýsa þig um ferlið og þá tegund skoðunar sem framkvæmdar er (t.d. menntun, starfsreynslu, lánshæfismat, sakavottorð, skoðun á meðmælabréfum o.s.frv.).
- Utanaðkomandi aðili mun hefja ferilsskoðunarferlið með því að senda þér tölvupóst með tengil á neteyðublað. Vinsamlegast notið tengilinn sem fylgir til að fylla út spurningalistann á netinu sem fyrst til að tryggja snurðulaust ferli.
- Farðu yfir stillingar tölvupóstsíunnar þinnar til að tryggja að boði um ferilsskoðun og framtíðartölvupóstum sé ekki eytt eða þeir settir í ruslpóstmöppuna þína.
Ef þú gengst undir ferilsskoðun skaltu ganga úr skugga um að upplýsingarnar sem þú sendir inn séu réttar. Að veita rangar upplýsingar sem ekki er hægt að staðfesta, hvorki á upplýsingaeyðublöðum né í ferilskrá sem send er til Verifone, getur gert þig óhæfa(n) til frekari íhugunar fyrir starfið hjá Verifone.
Eftir því á hvaða svæði þú ert, kunna frekari upplýsingar varðandi notkun okkar á ferilsskoðunarupplýsingum um þig einnig að vera tilgreindar í viðeigandi persónuverndaryfirlýsingum og/eða stefnum þjónustuaðila okkar um ferilsskoðun.
Fyrir frekari upplýsingar varðandi skyldur sem gilda um umsókn þína, vinsamlegast hafðu samband við ráðningarfulltrúa á þínu svæði.
8. Sjálfvirk ákvarðanataka
Við gerum ekki ráð fyrir að neinar ákvarðanir um þig verði teknar eingöngu með sjálfvirkum hætti. Hins vegar kann Verifone að nota gagnagreiningar og reiknirit til að hjálpa ráðningaraðilum að flokka upplýsingar um umsækjendur og umsóknir þeirra. Reiknirit hjálpa til við að stytta þann tíma sem það tekur að fara yfir umsóknir eða ferilskrár og aðstoða við að bera kennsl á umsækjendur út frá faglegri hæfni, færni og reynslu sem samsvarar viðeigandi umsókn. Reikniritin greina þessi gögn og bera þau saman við söguleg gögn okkar um umsækjendur sem hafa náð árangri og þá sem ekki hafa náð árangri. Sjálfvirkar niðurstöður eru alltaf metnar af innri og/eða ytri ráðningarfulltrúum okkar og eru aldrei eina ástæðan fyrir því að meta umsækjanda fyrir ráðningu.
Við gerum ekki ráð fyrir að taka ákvarðanir um þig eingöngu með sjálfvirkum hætti. Hins vegar kann Verifone að nota gagnagreiningar og reiknirit til að aðstoða ráðningaraðila við að vinna úr umsóknum á skilvirkan hátt.
Ef upp verður tekin sjálfvirk ákvarðanataka í framtíðinni sem hefur lagaleg áhrif eða svipuð veruleg áhrif á þig, munum við upplýsa þig um það og veita þér verndarráðstafanir eins og gildandi lög kveða á um. Þetta felur í sér rétt þinn til að óska eftir íhlutun manna, láta sjónarmið þín í ljós og kæra ákvörðunina, í samræmi við 22. grein almennu persónuverndarreglugerðarinnar og svipuð ákvæði í hverju landi.
III. DEILING PERSÓNUUPPLÝSINGA ÞINNA
9. Með hverjum deilum við persónuupplýsingum þínum, hvers vegna og hvernig
Í meðhöndlun viðskipta okkar og þar sem við á, kunnum við að deila persónuupplýsingum þínum með eftirfarandi viðtakendum:
- viðurkenndum starfsmönnum innan Verifone;
- öðrum fyrirtækjum innan Verifone-samstæðunnar. Persónuupplýsingum kann að vera deilt með annarri Verifone-skrifstofu eftir þörfum til að tryggja skilvirkan rekstur og stjórnun fyrirtækisins okkar, þar á meðal þjónustu, rekstur, mannauðsstjórnun og heilbrigði/öryggi;
-
birgjum, söluaðilum, þjónustuaðilum og verktökum sem veita þjónustu og vinna úr persónuupplýsingum þínum samkvæmt fyrirmælum okkar í tilteknum tilgangi eða þjónustu, svo sem:
- utanaðkomandi ráðningarfyrirtækjum;
- atvinnumörkuðum og verkvöngum;
- skipuleggjendum atvinnumarkaða og annarra tengdra viðburða;
- þjónustuaðilum ferilsskoðunar;
- þjónustuaðilum gegn svikum;
- upplýsingatækni- og kerfisstjórnendum;
- fjarskiptaþjónustu;
- byggingar-, net-, kerfis- eða aðrar öryggisþjónustu;
- ferða- og flutningaþjónustu;
- ráðgjöfum og annarri faglegri þjónustu;
- lögfræðingum og endurskoðendum;
- lögbærum yfirvöldum (t.d. skattyfirvöldum, eftirlitsyfirvöldum), löggæsluyfirvöldum, ríkisstofnunum, dómstólum eða öðrum opinberum aðilum og/eða þriðju aðilum þar sem við teljum að upplýsingagjöf sé nauðsynleg (i) samkvæmt gildandi lögum eða reglugerðum, (ii) til að nýta, staðfesta eða verja lagaleg réttindi okkar, eða (iii) til að vernda brýna hagsmuni þína eða annarra einstaklinga;
- aðrir þriðju aðilar til að vernda gegn skaða á réttindum, eignum eða öryggi Verifone, starfsmanna okkar, viðskiptavina eða almennings, eins og krafist er eða heimilt er samkvæmt lögum;
- aðrir þriðju aðilar í tengslum við fyrirhuguð kaup, sameiningar, endurskipulagningu, yfirtökur, upplausn eða gjaldþrot á einhverjum hluta starfsemi okkar, ef við upplýsum þriðja aðilann um að hann megi aðeins nota persónuupplýsingar þínar í þeim tilgangi sem lýst er í þessari persónuverndaryfirlýsingu;
- einhver annar aðili með beinu samþykki þínu fyrir miðluninni.
Listi yfir helstu þjónustuaðila sem styðja ráðningarstarfsemi Verifone, ásamt landinu þar sem persónuupplýsingar þínar kunna að vera geymdar eða unnar, er að finna hér.
10. Hvar persónuupplýsingar þínar eru varðveittar
Sem hluti af alþjóðlegri starfsemi okkar og í þeim tilgangi sem lýst er í þessari persónuverndaryfirlýsingu kunnum við að flytja persónuupplýsingar þínar til annarra landa en þess sem þú ert búsett(ur) í. Þessi lönd kunna að hafa önnur lög um persónuvernd en í þínu landi (og í sumum tilfellum veita þau ekki slíka vernd).
Við höfum þó gripið til allra viðeigandi öryggisráðstafana, bæði lagalegra og skipulagslegra, til að tryggja að persónuupplýsingar þínar, ef þær verða fluttar, verði áfram löglega verndaðar eins og lýst er í þessari persónuverndaryfirlýsingu.
Ef þú sækir um frá Evrópska efnahagssvæðinu, Bretlandi eða Sviss, þar sem við flytjum persónuupplýsingar þínar til annarra landa, reiðum við okkur á:
- a) a) ákvarðanir framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins um fullnægjandi eftirlit, sem viðurkenna að löndin utan EES sem eru talin upp hér hafi innlend lög sem vernda persónuupplýsingar efnislega á svipaðan hátt og lög Evrópusambandsins (fyrir gagnaflutninga frá EES-löndum);
- b) Stöðluð samningsákvæði, a) framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins frá árinu 2021 sem krefjast þess að viðtakendur persónuupplýsinga utan EES-svæðisins haldi áfram að vernda þær persónuupplýsingar sem þeir taka við í samræmi við þá staðla sem lög Evrópusambandsins kveða á um (fyrir gagnaflutninga frá EES-löndum);
- c) Alþjóðlegur samningur um gagnaflutning og viðauki um alþjóðlega gagnaflutninga a) eru með löggjöf sem tryggir viðeigandi verndarstig (fyrir gagnaflutninga frá Bretlandi);
- d) Stöðluð verndarákvæði Persónuverndarlaga og upplýsingafulltrúa Sviss, sem krefjast þess að viðtakendur persónuupplýsinga verndi persónuupplýsingar sem þeir fá í samræmi við þá staðla sem krafist er í svissneskum gagnaverndarlögum (fyrir gagnaflutninga frá Sviss); eða
- e) aðrar lögmætar gagnaflutningsleiðir eða undanþágur frá takmörkunum á gagnaflutningi, þar á meðal samningur um gagnaflutning innan samstæðunnar varðandi flutninga innan Verifone-samstæðunnar.
Ef þú ert að sækja um frá öðrum löndum mun flutningur persónuupplýsinga fara fram í samræmi við gildandi lög og reglugerðir um vernd persónuupplýsinga í því landi.
Hægt er að fá ítarlegri upplýsingar, þar á meðal afrit af gildandi öryggisráðstöfunum, sé þess óskað. Vinsamlegast vísið til tengiliðaupplýsinga í 15. kafla - Tengiliðaupplýsingar - spurningar eða kvartanir.
IV. HVERNIG VIÐ VERNDUM PERSÓNUUPPLÝSINGAR ÞÍNAR OG HVE LENGI VIÐ VARÐVEITUM ÞÆR
11. Hvernig verndum persónuupplýsingar þínar
Verifone hefur innleitt öryggisráðstafanir fyrirtækja, sem og tæknilegar og öryggisráðstafanir til að tryggja að farið sé að þessari persónuverndaryfirlýsingu og réttindum þínum varðandi persónu- og gagnavernd.
Við tökum gagnavernd og friðhelgi einkalífsins alvarlega. Við viðhöldum viðeigandi skipulagslegum, tæknilegum og efnislegum öryggisráðstöfunum sem ætlað er að vernda persónuupplýsingar gegn óviljandi, ólögmætri eða óheimilli eyðileggingu, tapi, breytingum, aðgangi, afhjúpun á eða notkun. Til að koma í veg fyrir óheimilan aðgang að persónuupplýsingum höfum við innleitt öryggisráðstafanir og verklagsreglur um hvernig persónuupplýsingar eru geymdar, hvernig þær eru notaðar og hverjir hafa aðgang að þeim. Stefnumál og verklagsreglur Verifone um upplýsingaöryggi setja staðla til að vernda og tryggja persónuupplýsingar. Að auki bera allir starfsmenn Verifone skyldu til að gæta trúnaðar og mega ekki afhjúpa persónuupplýsingar þínar ólöglega eða að óþörfu.
Þegar þriðju aðilar sem veita þjónustu vinna úr persónuupplýsingum, verða þeir að fylgja stöðlum sem eru að minnsta kosti jafngildir þeim sem Verifone setur og gildandi lögum.
12. Hversu lengi við varðveitum persónuupplýsingar þínar
Við munum geyma persónuupplýsingar þínar eins lengi og þörf krefur til að uppfylla ofangreind markmið.
Almennt geymum við gögnin þín meðan á ráðningarferlinu stendur og í allt að 12 (tólf) mánuði eftir að því lýkur. Ef þú samþykkir að haft sé samband við þig varðandi svipuð störf, gætu gögnin þín verið geymd í lengri tíma. Undantekningar eiga þó við undir eftirfarandi kringumstæðum:
- Ráðning: Ef umsækjanda er boðið starf og hann samþykkir það, verða ráðningargögn hans hluti af starfsmannaskrá hans og lúta reglum í persónuverndaryfirlýsingu starfsmanna. Þessi tilkynning verður send nýjum starfsmanni við undirritun ráðningarsamnings.
- Samþykki fyrir framtíðarstörfum: ef umsækjandi hentar ekki vel, en samþykkir að haft sé samband við hann varðandi önnur laus störf, verða persónuupplýsingar hans (t.d. ferilskrá, niðurstöður mats) geymdar í 12 (tólf) mánuði frá umsóknardegi.
- Kröfur fyrir dómi: Gögn má geyma eins lengi og nauðsynlegt er til að stofna, halda fram eða verja kröfur fyrir dómi. Varðveisla verður í samræmi við kröfur viðeigandi dómsmála.
- Afturköllun samþykkis: Ef umsækjandi afturkallar samþykki sitt fyrir vinnslu persónuupplýsinga (t.d. upplýsingar sem hann deilir sjálfviljugur, svo sem áhugamál eða launasögu), verður gögnum hans eytt eða þau gerð nafnlaus án tafar og eigi síðar en 1 mánuði frá afturköllunardegi. Að draga samþykki til baka mun ekki hafa áhrif á lögmæti meðferðar á gögnum sem byggir á samþykki áður en það var dregið til baka.
-
Greenhouse-verkvangurinn: Ef umsækjandi skráir sig á Greenhouse-verkvanginn, verða allar persónuupplýsingar sem færðar eru inn eða hlaðið upp geymdar á eftirfarandi hátt:
- Reikningsupplýsingar verða varðveittar ef reikningurinn er virkur. Aðgangur telst virkur ef notandinn hefur samskipti við hann (t.d. sækir um starf, uppfærir prófílinn sinn eða staðfestir hann aftur) að minnsta kosti einu sinni á þriggja ára fresti.
- Aðgangur sem hefur verið óvirkur í 3 (þrjú) ár verður talinn óvirkur og öllum tengdum gögnum mun verða eytt.
- Ef umsækjandi eyðir Greenhouse-reikningi sínum, verður öllum persónuupplýsingum sem tengjast reikningnum eytt samstundis.
V. PERSÓNUVERNDARRÉTTUR ÞÍN OG HVERNIG Á AÐ NÝTA HANN
13. Persónuverndarréttur þinn
Verifone hefur skuldbundið sig til að vernda friðhelgi þína og sem hluti af þessari skuldbindingu viljum við fullvissa þig um að við munum ekki, undir neinum kringumstæðum, selja persónuupplýsingar þínar.
Vinsamlegast athugið að við gætum neitað að verða við beiðnum um að nýta réttindi til gagnaverndar í ákveðnum tilvikum, svo sem þegar aðgangsveiting gæti brotið gegn persónuvernd annars aðila eða haft áhrif á lagalegar skyldur okkar.
(aðildarríki ESB og Sviss, Noregur, Ísland og Lichtenstein)
- Réttur til að fá upplýsingar um söfnun og notkun persónuupplýsinga þinna.
- Réttur til aðgangs að persónuupplýsingum þínum og að biðja um afritum af þeim.
- Réttur til leiðréttingar og til að óska eftir að rangar eða úreltar persónuupplýsingar verði uppfærðar eða leiðréttar.
- Réttur til að gleymast/réttur til eyðingar, þ.e. rétturinn til að óska eftir eyðingu persónuupplýsinga þinna. Athugaðu að þetta er ekki algildur réttur. Það er aðeins hægt að veita hann ef ein af þeim ástæðum sem kveðið er á um í 17. gr. almennu persónuverndarreglugerðarinnar á við, til dæmis þegar persónuupplýsingar þínar eru ekki lengur nauðsynlegar í tengslum við tilganginn sem við söfnuðum þeim eða unnum þær með á annan hátt. Þar að auki kann Verifone ekki að bregðast jákvætt við beiðni um eyðingu í ákveðnum tilvikum. Þetta á til dæmis við ef Verifone er skylt að geyma persónuupplýsingar til að uppfylla laga- eða reglugerðarskyldur eða ef vinnsla persónuupplýsinga þinna er nauðsynleg til að stofna, hafa uppi eða verjast lagalegum kröfum.
- Réttur til gagnaflutnings, þ.e. að óska eftir því að persónuupplýsingar þínar séu afhentar þér á skipulegu, almennt notuðu og tölvulesanlegu sniði eða fluttar til annars ábyrgðaraðila. Athugaðu að þessi réttur á aðeins við um vinnslu persónuupplýsinga sem byggist á framkvæmd samnings og sem fer fram með sjálfvirkum ferlum (þar af leiðandi er handvirk eða pappírsbundin gagnavinnsla undanskilin). Þessi réttur á aðeins við um persónuupplýsingar sem þú lætur Verifone í té og nær því ekki til afleiddra eða ályktaðra gagna, sem þú hefur ekki miðlað heldur Verifone hefur búið til. Nýting réttarins til flytjanleika má ekki hafa áhrif á réttindi og frelsi þriðju aðila.
- Réttur til að takmarka vinnslu persónuupplýsinga þinna.
- Réttur til að afturkalla samþykki fyrir vinnslu persónuupplýsinga þinna hvenær sem er. Þessi afturköllun mun ekki hafa áhrif á fyrri vinnslustarfsemi sem framkvæmd var á löglegan hátt fyrir afturköllun þína né áhrif á vinnslu persónuupplýsinga þinna sem framkvæmd var á grundvelli annarra lögmætra vinnsluástæða en samþykkis.
- Réttur til að andmæla, á hvaða tíma sem er, vinnslu persónuupplýsinga þinna í markaðssetningartilgangi.
-
Réttur til að andmæla hvenær sem er, af ástæðum sem varða þínar aðstæður, vinnslu persónuupplýsinga þinna sem byggir á lögmætum hagsmunum Verifone.
Önnur réttindi: Þú gætir haft frekari réttindi varðandi persónuupplýsingar þínar, allt eftir lögum þeirrar lögsögu þar sem þú ert staðsett(ur).
Þú átt rétt á að leggja fram kvörtun til persónuverndaryfirvalda í þínun landi/svæði ef þú hefur áhyggjur af því hvernig við meðhöndlum persónuupplýsingar þínar. Nánari upplýsingar um tengiliði yfirvalda á Evrópska efnahagssvæðinu er að finna í skránni sem er aðgengileg hér. Ef þú vilt leggja fram kvörtun til Persónuverndarstofnunar Sviss geturðu gert það með því að nota eyðublað sem er aðgengilegt hér.
Öll réttindi sem talin eru upp hér að ofan varðandi Evrópusambandið/Evrópska efnahagssvæðið eiga við um þig ef þú ert búsett(ur) í Bretlandi, þar sem lög Bretlands varðandi persónuvernd eru í samræmi við réttindi samkvæmt almennri persónuverndarreglugerð Evrópusambandsins (almenna persónuverndarreglugerðin). Íbúar í Bretlandi eiga rétt á að:
Samkvæmt sérstökum lögum um persónuvernd í Bandaríkjunum sem sett hafa verið af nokkrum ríkjum Bandaríkjanna, þar á meðal en ekki takmarkað við California Privacy Rights Act-lögin (CPRA), Colorado Privacy Act-lögin (CPA), Delaware Personal Data Privacy Act-lögin (DPDPA), Connecticut Data Privacy Act-lögin (CTDPA) og the Virginia Consumers Data Protection Act-lögin (CDPA), eiga íbúar þessara ríkja Bandaríkjanna (þar á meðal, en ekki takmarkað við, Kaliforníu, Colorado, Delaware, Connecticut og Virginíu) sérstök réttindi varðandi persónuupplýsingar þeirra sem Verifone vinnur með.
Öll réttindi sem talin eru upp hér að ofan varðandi Evrópusambandið/Evrópska efnahagssvæðið eru þér tiltæk. Að auki átt þú rétt á að:
- afþakka sölu eða miðlun persónuupplýsinga þinna (þ.e. þú getur fyrirskipað okkur að hætta sölu eða miðlun persónuupplýsinga þinna).
- takmarka notkun og miðlun viðkvæmra persónuupplýsinga þinna.
- engar hefndaraðgerðir eftir að þú afþakkar ákvæði eða nýtir þér önnur réttindi þín eins og lýst er í þessari persónuverndaryfirlýsingu.
Við seljum EKKI eða deilum persónuupplýsingum þínum gegn fjárhagslegu eða öðru verðmætu gjaldi.
- Réttur til áfrýjunar - Kalifornía og Kólóradó: ef Verifone bregst ekki við beiðni þinni um friðhelgi einkalífsins innan tilskilins svarfrests, munum við veita skriflega skýringu á ástæðum þess að ekki var gripið til aðgerða. Þú átt rétt á að kæra ákvörðun okkar og við munum veita þér upplýsingar um hvernig á að gera það.
- Réttur til áfrýjunar - Virginía og Connecticut: Þú átt rétt á að áfrýja synjun á að bregðast við persónuverndarbeiðni innan hæfilegs tíma. Innan 60 daga frá móttöku kæru mun Verifone upplýsa þig skriflega um allar aðgerðir sem gripið hefur verið til í kjölfar kærunnar eða ekki gripið til, þar á meðal ástæður fyrir þeim ákvörðunum. Ef kærunni er hafnað, munum við veita þér leiðbeiningar um hvernig þú getur haft samband við ríkissaksóknara Virginíu eða Connecticut til að leggja fram kvörtun.
- Upplýsingagjöf um "Ekki rekja" í Kaliforníu og Delaware: Persónuverndarreglur í Bandaríkjunum, þar á meðal lög í Kaliforníu og Delaware, krefjast þess að Verifone upplýsi hvort það virði "Ekki rekja" stillingar vafrans þíns varðandi markmiðaðar auglýsingar.
Öll réttindi sem talin eru upp hér að ofan varðandi Evrópusambandið/Evrópska efnahagssvæðið eiga við um þig ef þú ert búsett(ur) í Brasilíu, þar sem réttindi Brasilíumanna til persónuverndar eru í samræmi við réttindi samkvæmt almennri persónuverndarreglugerð Evrópusambandsins (almenna persónuverndarreglugerðin).
Að auki eiga íbúar í Brasilíu einnig eftirfarandi réttindi samkvæmt brasilísku almennu persónuverndarlögunum (Lei Geral de Proteção de Dados Pessoais, LGPD):
- Réttur til nafnleyndar: Þú átt rétt á að óska eftir að persónuupplýsingar sem eru ekki nauðsynlegar, óhóflegar eða unnar í andstöðu við lög verði gerðar nafnlausar, til að tryggja að ekki sé lengur hægt að tengja gögnin þín við þig eða aðra einstaklinga.
- Réttur til að leggja fram kvörtun: Þú getur lagt fram kvörtun til Persónuverndarstofnunar Brasilíu (ANPD) hér.
Öll réttindi sem talin eru upp hér að ofan varðandi Evrópusambandið/Evrópska efnahagssvæðið eiga við um þig ef þú ert búsett(ur) í Tyrklandi, þar sem réttindi Tyrkja varðandi persónuvernd eru í samræmi við réttindi samkvæmt almennri persónuverndarreglugerð Evrópusambandsins (almenna persónuverndarreglugerðin).
Að auki eiga íbúar Tyrklands einnig eftirfarandi réttindi samkvæmt tyrkneskum persónuverndarlögum (KVKK):
- Réttur til nafnleyndar: Þú átt rétt á að óska eftir nafnleynd persónuupplýsinga sem eru óþarfar, óhóflegar eða unnar í andstöðu við lög, til að tryggja að ekki sé lengur hægt að tengja gögnin þín við þig eða neinn annan einstakling.
- Réttur til að koma kvörtun á framfæri: Þú átt rétt á að leggja fram kvörtun hjá Persónuverndarstofnun Tyrklands (KVKK).
Öll réttindi sem talin eru upp hér að ofan varðandi Evrópusambandið/Evrópska efnahagssvæðið eiga við um þig ef þú ert búsett(ur) í Kína, þar sem kínversk lög um vernd persónuupplýsinga (Personal Information Protection Law, PIPL) veita sambærileg réttindi. Að auki hefur þú eftirfarandi réttindi samkvæmt PIPL:
- Réttur til að andmæla ákvörðunum sem teknar eru eingöngu með sjálfvirkri vinnslu og hafa veruleg áhrif á þig (t.d. sjálfvirkar ráðningar eða frammistöðumat). Þú getur líka óskað eftir mannlegri útskýringu.
- Réttur til að flytja eigin gögn samkvæmt skilyrðum sem innlend yfirvöld tilgreina, sem gerir þér kleift að óska eftir að gögnin þín verði flutt til annarrar stofnunar.
- Réttur til að afskrá notendareikninga og óska eftir eyðingu tengdra persónuupplýsinga, nema varðveislu sé krafist samkvæmt lögum.
- Réttur til að leggja fram kvörtun til netöryggisstofnunar Kína (Cyberspace Administration of China, CAC).
Öll réttindi sem talin eru upp hér að ofan varðandi Evrópusambandið/Evrópska efnahagssvæðið eiga við um þig ef þú ert búsett(ur) á Taívan, þar sem taívönsku persónuverndarlögin (Personal Data Protection Act, PDPA) tryggja svipaða vernd. Að auki hefur þú eftirfarandi réttindi samkvæmt PDPA:
- Réttur til að óska eftir að söfnun, vinnslu eða notkun persónuupplýsinga þinna verði hætt, svipað og takmarkanir og andmælaréttur samkvæmt almennu persónuverndarreglugerðinni.
- Réttur til að andmæla notkun persónuupplýsinga þinna í markaðssetningartilgangi.
- Réttur til að draga samþykki til baka þegar samþykki er lögmætur grundvöllur vinnslunnar.
- Réttur til að leggja fram kvörtun hjá undirbúningsskrifstofu Persónuverndarnefndar (Preparatory Office of the Personal Data Protection Commission, PDPC).
Eftirfarandi réttindi eiga við um þig ef þú ert búsett(ur) í Singapúr samkvæmt lögum um persónuvernd (Personal Data Protection Act, PDPA):
- Réttur til aðgangs að persónuupplýsingum þínum og beiðni um afrit af þeim og til að fá upplýsingar um hvernig þær hafa verið notaðar eða afhentar.
- Réttur til leiðréttingar og til að óska eftir að rangar eða úreltar persónuupplýsingar verði uppfærðar eða leiðréttar.
- Réttur til að afturkalla samþykki fyrir vinnslu persónuupplýsinga þinna hvenær sem er. Þessi afturköllun hefur ekki áhrif á vinnslu sem fór fram áður en þú hættir við.
- Réttur til að flytja eigin gögn (væntanlegt, ekki enn tekið gildi), sem gerir þér kleift að óska eftir að gögnin þín verði flutt til annarrar stofnunar.
- Réttur til að leggja fram kvörtun til Persónuverndarnefndar (Personal Data Protection Commission, PDPC).
Öll réttindi sem talin eru upp hér að ofan varðandi Evrópusambandið/Evrópska efnahagssvæðið eiga við um þig ef þú ert búsett(ur) í Suður-Kóreu, þar sem kóresku lögin um vernd persónuupplýsinga (Personal Information Protection Act, PIPA) veita svipaða vernd.
Að auki hafa íbúar Suður-Kóreu eftirfarandi réttindi samkvæmt PIPA:
- Réttur til að óska eftir stöðvun vinnslu persónuupplýsinga þinna, sem jafngildir rétti til að takmarka vinnslu.
- Réttur til að eyða persónuupplýsingum þínum þegar varðveislutími rennur út eða tilgangi söfnunarinnar er fullnægt.
- Réttur til að leggja fram kröfur um skaðabætur vegna ólögmætrar vinnslu persónuupplýsinga þinna.
- Réttur til að leggja fram kvörtun til Persónuverndarnefndar (Personal Information Protection Commission, PIPC).
Samkvæmt lögum um verndun stafrænna persónuupplýsinga frá 2023 (DPDP-lögin) hefur þú eftirfarandi réttindi:
- Réttur til aðgangs að yfirliti yfir persónuupplýsingar þínar sem verið er að vinna með, vinnslustarfsemi sem fer fram og viðtakendur gagnanna.
- Réttur til að óska eftir leiðréttingu á ónákvæmum eða villandi persónuupplýsingum og útfyllingu á ófullgerðum gögnum.
- Réttur til að óska eftir eyðingu persónuupplýsinga þinna þegar þær eru ekki lengur nauðsynlegar í þeim tilgangi sem þeim var safnað eða þegar samþykki hefur verið afturkallað.
- Réttur til að fá svar við kvörtun af hálfu stofnunarinnar (gagnaverndarfulltrúa) sem vinnur úr gögnum þínum. Ef þú ert óánægð(ur) með svarið geturðu sent kvörtunina til Persónuverndarnefndar Indlands.
- Réttur til að tilnefna annan einstakling til að fara með réttindi þín ef þú fellur frá eða verður óvinnufær.
- Réttur til að leggja fram kvörtun til Persónuverndarnefndar Indlands, þegar hún hefur tekið til starfa . Þangað til eru uppfærslur veittar af ráðuneyti rafeinda- og upplýsingatækni (MeitY).
Samkvæmt persónuverndarlögum frá 1988 hefur þú eftirfarandi réttindi:
- Réttur til að fá upplýsingar um söfnun persónuupplýsinga þinna, þar á meðal tilganginn, hvernig þær verða notaðar og hverjum þær kunna að vera opinberaðar.
- Réttur til aðgangs að persónuupplýsingum sem stofnun geymir um þig.
- Réttur til að óska eftir leiðréttingu á persónuupplýsingum þínum ef þær eru ónákvæmar, úreltar, ófullgerðar, óviðeigandi eða villandi.
- Réttur til að leggja fram kvörtun ef þú telur að persónuupplýsingar þínar hafi verið meðhöndlaðar á rangan hátt.
- Réttur til að leggja fram kvörtun til skrifstofu ástralska upplýsingafulltrúans (Office of the Australian Information Commissioner, OAIC).
Samkvæmt lögum um vernd persónuupplýsinga (Protection of Personal Information Act, POPIA) hefur þú eftirfarandi réttindi:
- Réttur til að fá upplýsingar um þegar persónuupplýsingum er safnað og tilgang söfnunarinnar.
- Réttur til aðgangs að persónuupplýsingum þínum sem ábyrgðaraðili geymir.
- Réttur til að óska eftir leiðréttingu, eyðingu persónuupplýsinga sem eru ónákvæmar, óviðeigandi, óhóflegar, úreltar, ófullgerðar eða fengnar með ólögmætum hætti.
- Réttur til að andmæla vinnslu persónuupplýsinga þinna við ákveðnar aðstæður (t.d. í markaðssetningu).
- Réttur til að leggja fram kvörtun vegna afskipta af persónuupplýsingum þínum.
- Réttur til að leggja fram kvörtun hjá Upplýsingaeftirlitsstofnun Suður-Afríku.
Samkvæmt Data Privacy Act lögunum frá 2012 hefur þú eftirfarandi réttindi:
- Réttur til að fá upplýsingar um söfnun og vinnslu persónuupplýsinga þinna.
- Réttur til aðgangs að persónuupplýsingum þínum sem ábyrgðaraðili persónuupplýsinga geymir.
- Réttur til leiðréttingar á ónákvæmum eða ófullgerðum gögnum.
- Réttur til að andmæla vinnslu, einkum vegna markaðssetningar, útbúnings persónusniða eða sjálfvirkrar vinnslu.
- Réttur til eyðingar eða takmörkunar á persónuupplýsingum sem ekki eru lengur nauðsynlegar, hafa verið aflaðar ólöglega eða ef samþykki er afturkallað.
- Réttur til að flytja eigin gögn, sem gerir þér kleift að fá og endurnýta persónuupplýsingar þínar í mismunandi þjónustum.
- Réttur til að leggja fram kvartanir og fá skaðabætur vegna óréttlátra, ófullgerðra, úreltra, rangra eða ólöglega fenginna gagna.
- Réttur til að leggja fram kvörtun til Persónuverndarnefndarinnar (National Privacy Commsion, NPC).
Við notum ekki reiknirit til að taka mikilvægar ákvarðanir um þig án þess að mannleg rýni fari fram. Ef þetta breytist munum við láta þig vita fyrirfram og útskýra réttindi þín, þar á meðal rétt þinn til að fá mannlega íhlutun, láta sjónarmið þín í ljós og andmæla öllum ákvörðunum sem teknar eru eingöngu með sjálfvirkum hætti.
14. Hvernig er hægt að nýta persóunverndarrétt sinn
Ef þú ert með einhverjar beiðnir varðandi nýtingu réttinda þinna geturðu sent beiðnina á eftirfarandi netfang: privacy@verifone.com, vinsamlegast senda inn beiðni hér, með því að leggja fram sannvottun á auðkenni þínu með hvaða hætti sem er. Í beiðninni skal einnig koma fram bréfpóstfang og/eða netfang sem senda skal umbeðnar upplýsingar á.
Ef vafi leikur á um hver þú ert gætirðu verið beðin(n) um að leggja fram sannvottun á auðkenni þínu. Við gætum beðið þig um að sanna hver þú ert með því að leggja fram afrit af gildum skilríkjum til að uppfylla öryggisskyldur okkar og koma í veg fyrir óheimila miðlun gagna. Við munum taka allar beiðnir eða kvartanir sem við fáum til greina og svara þeim tímanlega.
VI. TENGILIÐIR OG UPPFÆRSLUR
15. Spurningar eða kvartanir
Ef þú ert með spurningar um þessa persónuverndaryfirlýsingu, þar á meðal réttindi þín varðandi gögn, eða vilt leggja fram kvörtun, getur þú sent tölvupóst á privacy@verifone.com. Einnig er hægt að spyrja spurninga eða koma ábendingum á framfæri við mannauðsdeild, lögfræðideild eða persónuverndarfulltrúa á staðnum.
Við munum vinna með viðeigandi og lögbærum persónuverndaryfirvöldum að því að fara yfir og leysa kvartanir sem tengjast þessari persónuverndaryfirlýsingu. Við munum einnig leitast við að fara eftir ráðleggingum þessara yfirvalda í góðri trú, þar á meðal öllum ráðstöfunum til úrbóta sem þau kunna að ráðleggja.
16. Uppfærslur
Þessi persónuverndaryfirlýsing var uppfærð og birt á ofangreindum degi. Til að tryggja að hún sé viðeigandi og uppfærð, endurskoðum við hana reglulega og uppfærum. Við birtum nýjustu útgáfu þessarar persónuverndaryfirlýsingar á www.verifone.com,