Hvernig getum við aðstoðað?

Ertu með spurningu, þarftu aðstoð við bilanagreiningu eða langar þig að skoða fleiri úrræði? Við erum hér til að hjálpa þér. Markmið okkar er að veita framúrskarandi þjónustu og tryggja stuðning á öllum stigum greiðsluferlisins.

Þjónustuver Verifone

Hafðu samband við þjónustuver okkar til að fá skjót og áreiðanleg svör við tæknilegum spurningum.

Samband við þjónustuver

Leiðbeiningar

Fáðu aðgang að öllum helstu leiðbeiningum fyrir lausnir okkar á einum stað og auðveldaðu þér vinnuna með einföldum skrefum.

Skoða leiðbeiningar

Fjarhjálp með TeamViewer

Fáðu fjarhjálp hjá sérfræðingi okkar í gegnum örugga TeamViewer fjartengingu.

Fá aðstoð með fjartengingu

Frequently Asked Questions

Verifone er leiðandi fyrirtæki í greiðslulausnum, bæði á Íslandi og um allan heim. Við bjóðum upp á fjölbreytt úrval af posum, hugbúnaði og þjónustu fyrir fyrirtæki af öllum stærðum.

Við bjóðum upp á fjölbreyttar lausnir, þar á meðal posa fyrir verslanir, veitingastaði og aðra þjónustuaðila, greiðslulausnir fyrir netverslanir, snertilausar greiðslur, greiðslulausnir fyrir sjálfsala og margt fleira.

Þú getur pantað Verifone posa og aðrar greiðslulausnir með því að hafa samband við söludeild okkar í síma 544-5060 eða með því að senda okkur skilaboð.

Ef þú þarft þjónustu fyrir Verifone tækið þitt getur þú haft samband við þjónustuver okkar í síma 544-5060 eða sent okkur skilaboð. Við bendum einnig á þjónustusíðuna okkar.

Vefsíðan okkar verifone.is, inniheldur ítarlegar upplýsingar um fyrirtækið okkar, þjónustuframboð og lausnir. Þú getur einnig haft samband við okkur beint ef þú hefur einhverjar spurningar.

Já, við bjóðum upp á lausnir sem hjálpa kaupmönnum, óháð starfsgrein, að skapa alhliða viðskiptaupplifun á hverjum degi.

Táknræn auðkenning er grunnurinn að öllum alhliða viðskiptakerfum og gerir kaupmönnum kleift að bera kennsl á viðskiptavini sína óháð því hvar þeir velja að versla við fyrirtækið þitt.

Verifone Central, öflugur skýrsluvefur okkar, einfaldar greiningu gagna með því að safna saman öllum greiðslugögnum þínum í eitt kerfi. Þessar upplýsingar eru síðan settar fram í ítarlegum skýrslum.

Já, flestar Verifone greiðslulausnir styðja Apple Pay og Google Pay, sem gerir viðskiptavinum þínum kleift að greiða á fljótlegan og þægilegan hátt.

Verðlagning fer eftir þörfum þínum og tegund viðskipta. Kíktu á verðskrána okkar eða hafðu samband við söludeildina okkar til að fá nánari upplýsingar og tilboð.

Já, Verifone posarnir eru samhæfir flestum helstu afgreiðslu- og bókhaldskerfum t.a.m. DK Hugbúnaður, Regla, LS Retail, SalesCloud og fleiri. Þetta gerir þér kleift að halda utan um allar færslur á einum stað.

Verifone leggur mikla áherslu á öryggi og uppfyllir ströngustu öryggisstaðla, þar á meðal PCI DSS.

API skjölun fyrir Verifone er að finna á þróunarvef okkar verifone.cloud.

Sandkassaumhverfi gerir þér kleift að prófa samþættingar við Verifone API-in án þess að hafa áhrif á raunveruleg gögn. Þú getur sótt um aðgang að sandkassaumhverfi á þróunarvefnum okkar.

Verifone leggur mikla áherslu á öryggi gagna og notar ýmsar öryggisráðstafanir til að vernda gögn sem send eru í gegnum API-in. Þar á meðal eru dulkóðun, auðkenning og heimildarstýring.

Skrifstofan okkar er staðsett að Hlíðasmára 12, 201 Kópavogi.

Skrifstofan er opin frá 9:00 til 17:00 alla virka daga.

Já, þú getur sótt Verifone posa á skrifstofuna okkar á opnunartíma.

Starfsfólk okkar á Íslandi býður upp á fjölbreytta þjónustu, þar á meðal ráðgjöf um greiðslulausnir, leigu á posum, tæknilega aðstoð og þjónustu á leigutímabilinu.