Við aðstoðum ólíkar verslanir
Þarftu aðstoð við að komast af stað? Við sjáum um allt frá posum og þjónustu til samtengdra verslunarkerfa.
Leyfðu viðskipavinum að greiða á sinn hátt
Löngu eru liðin þau ár þegar reiðufé og ávísanir voru ráðandi. Nútíma viðskiptavinir kjósa að greiða fyrir vörur með farsímunum sínum og nota fjölbreyttar greiðsluaðferðir (APM) eins og stafræn veski til þess að klára kaupin hratt og örugglega.
Leyfðu viðskiptavinum að ljúka kaupum við afgreiðslukassann með hvaða greiðslumáta sem þeim hentar. Við gefum þér kost á að samþykkja allar helstu stafrænu greiðsluaðferðirnar (APM) og tryggjum þér leifturhraðar færslur.
Nýttu traffíkina í versluninni betur
Notaðu vildarkerfi við afgreiðslukassann í versluninni með glæsilegum posa með stórum snertiskjá. Haltu viðskiptavinum þínum áhugasömum svo að þau komi aftur og aftur.
Gerðu afgreiðslukassann að áhugaverðri og minnisstæðri upplifun fyrir viðskiptavini. Vildarforrit hvetja viðskiptavini þína til að gerast fastakúnnar og lífstíðarverðmæti þeirra fyrir fyrirtækið þitt eykst til muna. Með því að notast við vildarkerfi geturðu einnig safnað nytsamlegum upplýsingum til þess að nýta í markaðsstarfi.
Hafðu aðgang að öllum posum í einu kerfi
Stjórnaðu og fylgstu með öllum greiðslutækjum í einu viðmóti. Stjórnunarmælaborð posa í Verifone Central veitir þér aðgang að verkfærum sem þarf til að fylgjast með stöðu og hafa yfirsýn yfir veltu í hverjum og einum posa í versluninni.
Fylgstu með sölunni í rauntíma, hvar og hvenær sem er.
Hannað með forritara í huga
API, vefkrókar og SDK til að einfalda vinnu. Við bjóðum upp á verkfæri sem einfalda forritunarvinnu. Við erum samhæfð mörgum stórum verslunarkerfum og skjöl okkar innihalda skýrar leiðbeiningar fyrir öll verkefni.
-
API auðkenning
Þú getur auðkennt þig með tveimur leiðum í REST API köllum, annað hvort með grunn auðkenningu eða með bera auðkenningu.
Lesa meira -
Táknmyndun
Þú getur auðveldlega dulkóðað kortaupplýsingar með API með því að fylgja skref-fyrir-skref leiðbeiningunum okkar.
Lesa meira
{
"id": "string",
"authorizationId": "string",
"createdAt": "2019-08-24",
"expiresAt": "2019-08-24",
"status": "AUTHORISED",
"payer": {
"payerId": "string",
"name": {},
"phoneNumber": {},
"email": "string",
"shippingAddress": {},
"authorizationStatus": "string"
},
"instoreReference": "string"
}
Fáðu ókeypis ráðgjöf frá sérfræðingi
Ræddu við okkar sérfræðinga í viðskiptalausnum til að finna þau tæki sem henta þínu fyrirtæki best.
Seldu hvar og hvenær sem viðskiptavinir þínir vilja versla
Við aðstoðum þig við að finna réttu lausnina
Við vitum að góð ráðgjöf tekur tíma. Þess vegna er sérfræðingateymi okkar tilbúið að ræða þarfir þínar og aðstoða þig við að finna bestu lausnina fyrir þitt fyrirtæki.