This video does not contain audio

Sérfræðingar í greiðslulausnum

Við erum greiðslusérfræðingar og mótum lausnir sem mæta ólíkum greiðsluþörfum. Allt frá fjölbreyttum týpum af posum til sérsniðinna lausna fyrir netverslanir. Við erum hér til að einfalda rekstur þíns fyrirtækis og hjálpa þér að ná markmiðum þínum hraðar.

This video does not contain audio

14+ Ma. Færslur á ársgrundvelli
165+ Lönd sem nota Verifone lausnir um allan heim
$450 Ma. Verðmæti viðskipta sem streyma í gegnum okkar kerfi
70+ Verifone skrifstofur um allan heim sem þjóna viðskiptavinum okkar

Við mótum lausnir fyrir síbreytilegan heim viðskipta

Viðskipti eru í sífelldri þróun – og væntingar og þarfir viðskiptavina líka. Ef þú rekur fyrirtæki þarftu að fylgjast með þessum breytingum með því að veita einföld, hnökralaus og traust samskipti sem hjálpa þér að skera þig úr. Heillaðu viðskiptavini þína með háþróuðum greiðslumöguleikum, samþættum sölurásum, vildarkerfum og öðrum samþættum lausnum.

Hvernig tryggir þú að viðskiptavinum þínum finnist þeir vera virtir og vel þjónustaðir?

Image
Commerce experts working together

Við erum sérfræðingar í greiðslulausnum


Við erum hér fyrir þig og þitt fyrirtæki, sama hvar þú þarft á okkur að halda. Við nýtum sérfræðiþekkingu okkar í viðskiptum til að vera til staðar á öllum stigum greiðsluferlisins. Við erum þátttakendur í öllum atvinnugreinum í öllum landshlutum, allt frá flóknum alþjóðlegum greiðslukerfum til kjörbúðarinnar á horninu. Posarnir okkar, greiðslukerfi, lausnir og stuðningur gera viðskipti möguleg fyrir fyrirtæki alls staðar, alla daga vikunnar.

Sem leiðandi á fjármálatæknimarkaði höldum við áfram að þróa greiðslutækni nútímans og fylgjast með breytingum á hegðun og þörfum neytenda áður en þær verða almennar. Við störfum í fjölbreyttu menningar- og viðskiptaumhverfi um allan heim, sem gerir okkur einstaklega hæf til að skilja viðskiptamarkmið þín og hjálpa þér að ná þeim.

Image
Retail clothes store payment
Gildi okkar eru hluti af öllu sem við gerum
Image
Icon black partnership 0 1 0

Samstarf

Við gerum reksturinn þinn skilvirkari með því að leitast við að skilja, sjá fyrir og vinna saman að lausnum sem virka fyrir þig. Alltaf.

Samstarf

Við gerum reksturinn þinn skilvirkari með því að leitast við að skilja, sjá fyrir og vinna saman að lausnum sem virka fyrir þig. Alltaf.

Image
Icon black security 2 1

Traust

Sem viðskiptavinur, samstarfsaðili eða starfsmaður getur þú treyst á okkur. Við leggjum mikið upp úr trausti í öllum samskiptum, við virðum skuldbindingar okkar og þú getur treyst að við stöndum við okkar loforð.

Traust

Sem viðskiptavinur, samstarfsaðili eða starfsmaður getur þú treyst á okkur. Við leggjum mikið upp úr trausti í öllum samskiptum, við virðum skuldbindingar okkar og þú getur treyst að við stöndum við okkar loforð.

Image
Icon black knowledge center 1 0

Heiðarleiki

Við tökum ábyrgð á okkar gjörðum og höldum sjálfum okkur ábyrgum. Verifone leggur áherslu á heiðarleika og siðferðislegar ákvarðanir í öllum málum.

Heiðarleiki

Við tökum ábyrgð á okkar gjörðum og höldum sjálfum okkur ábyrgum. Verifone leggur áherslu á heiðarleika og siðferðislegar ákvarðanir í öllum málum.

Image
Icon black speedy response 1 0

Hugvit

Við þurfum að halda áfram að þróast með umhverfinu og viðhalda getu til viðskipta allt frá deginum í dag og til framtíðar. Það þýðir að við þurfum að þróa og nýta bestu viðskiptalausnir og tækni. Við leitum stöðugt eftir nýjungum og umbótum til að auka gæði, skilvirkni og verðmæti okkar lausna.

Hugvit

Við þurfum að halda áfram að þróast með umhverfinu og viðhalda getu til viðskipta allt frá deginum í dag og til framtíðar. Það þýðir að við þurfum að þróa og nýta bestu viðskiptalausnir og tækni. Við leitum stöðugt eftir nýjungum og umbótum til að auka gæði, skilvirkni og verðmæti okkar lausna.

Image
Icon black premium service 1 0

Árangur

Við leitumst við að vera best á þeim mörkuðum og sviðum sem við sinnum. Teymi okkar leiðir með fordæmi, bæði inn á við og út á við. Við gerum miklar kröfur, viðurkennum árangur og umbunum fyrir góðan árangur.

Árangur

Við leitumst við að vera best á þeim mörkuðum og sviðum sem við sinnum. Teymi okkar leiðir með fordæmi, bæði inn á við og út á við. Við gerum miklar kröfur, viðurkennum árangur og umbunum fyrir góðan árangur.

Image
Icon black users 0 2 1

Liðsandi

Við erum samstillt og einbeitt í tilgangi og stefnu okkar. Alþjóðaáætlanir okkar eru mótaðar af staðbundinni sérfræðiþekkingu og yfirsýn. Við hlustum á, metum og styrkjum starfsmenn okkar, hvar sem þeir starfa.

Liðsandi

Við erum samstillt og einbeitt í tilgangi og stefnu okkar. Alþjóðaáætlanir okkar eru mótaðar af staðbundinni sérfræðiþekkingu og yfirsýn. Við hlustum á, metum og styrkjum starfsmenn okkar, hvar sem þeir starfa.

Við erum stöðugt að endurnýja okkur
2023
Image
Verifone new brand reveal

Verifone fer í gegnum endurmörkun á vörumerki sínu

Verifone afhjúpar nýtt vörumerki og vefsíðu sem felur í sér uppfært loforð um að veita alhliða viðskiptalausn sem mótar ánægjulega upplifun viðskiptavina.

Verifone fer í gegnum endurmörkun á vörumerki sínu

Verifone afhjúpar nýtt vörumerki og vefsíðu sem felur í sér uppfært loforð um að veita alhliða viðskiptalausn sem mótar ánægjulega upplifun viðskiptavina.

2022
Image
Transaction chart growth on laptop screen

Tímamót í magni viðskipta

Árleg alþjóðleg færsluvinnsla Verifone fer yfir 12 milljarða færslna sem samtals nema meira en 450 milljörðum dala. Þetta er stór áfangi og styður við endurnýjaða stefnu okkar.

Tímamót í magni viðskipta

Árleg alþjóðleg færsluvinnsla Verifone fer yfir 12 milljarða færslna sem samtals nema meira en 450 milljörðum dala. Þetta er stór áfangi og styður við endurnýjaða stefnu okkar.

2020
Image
2Checkout acquisition closing deal

Verifone eignast 2Checkout

Verifone eignast 2Checkout sem er alhliða tekjuöflunarvettvangur til að styrkja greiðsluþjónustuframboð á netinu.

Verifone eignast 2Checkout

Verifone eignast 2Checkout sem er alhliða tekjuöflunarvettvangur til að styrkja greiðsluþjónustuframboð á netinu.

2018
Image
Francisco Partners closes the deal

Verifone keypt af Francisco Partners

Tæknimiðaða einkahlutafélagið Francisco Partners kaupir Verifone fyrir 3,4 milljarða dala og setur nýja stefnu við að veita kaupmönnum alhliða lausnir og þjónustu fyrir framtíðina.

Verifone keypt af Francisco Partners

Tæknimiðaða einkahlutafélagið Francisco Partners kaupir Verifone fyrir 3,4 milljarða dala og setur nýja stefnu við að veita kaupmönnum alhliða lausnir og þjónustu fyrir framtíðina.

2011
Image
Point acquisition deal

Verifone eignast Point

Verifone kaupir Point International, AB. Kaupin voru lykilatriði í breytingu okkar frá því að vera framleiðandi vélbúnaðar í að verða alhliða þjónustufyrirtæki með greiðslulausnir.

Verifone eignast Point

Verifone kaupir Point International, AB. Kaupin voru lykilatriði í breytingu okkar frá því að vera framleiðandi vélbúnaðar í að verða alhliða þjónustufyrirtæki með greiðslulausnir.

1990
Image
Verifone goes public

Verifone á opinberan markað

Verifone fer á opinberan hlutabréfamarkað í fyrsta skipti og safnar fjármagni til að stækka inn á nýja markaði.

Verifone á opinberan markað

Verifone fer á opinberan hlutabréfamarkað í fyrsta skipti og safnar fjármagni til að stækka inn á nýja markaði.

1981
Image
Verifone foudned

Stofnun Verifone

Þann 14. apríl 1981 stofnaði William „Bill“ Melton nýtt tæknifyrirtæki í Honolulu á Hawaii. Markmiðið var að veita smásöluaðilum úrræði gegn svikum með slæmum ávísunum. Vara Bill var brautryðjandi sannprófunartæki sem notaði símalínur - sannprófunarsíma til þess að sannreyna innistæður.

Stofnun Verifone

Þann 14. apríl 1981 stofnaði William „Bill“ Melton nýtt tæknifyrirtæki í Honolulu á Hawaii. Markmiðið var að veita smásöluaðilum úrræði gegn svikum með slæmum ávísunum. Vara Bill var brautryðjandi sannprófunartæki sem notaði símalínur - sannprófunarsíma til þess að sannreyna innistæður.

Frekari upplýsingar um okkur

Ertu að skrifa grein eða að skoða vörurnar okkar? Lestu nýjustu tíðindin í greininni.
Image
Smiley pictogram black 0

Við aðstoðum við að finna réttu lausnina fyrir fyrirtæki þitt.

Það byrjar allt með því að skilja þarfir þínar - og markmið þín. Sérfræðingateymi okkar er tilbúið að hlusta.