Skip to main content
Leigusamningur

Skilmálar Leigusamnings

Verifone á Íslandi ehf. kt. 580995-2099, hér eftir nefnt leigusali og leigutaki, gera með sér eftirfarandi samning.

 1. gr.

Samningur þessi veitir leigutaka aðgang að greiðslulausn leigusala.

 1. gr.

Virkni búnaðarins er meðhöndlun kortaupplýsinga og samskipti við færsluhirðir með þær upplýsingar. Meðhöndlun upplýsinganna felur m.a. í sér mismunandi tegundir heimildarleitar, svo sem vegna sölu, endurgreiðslu, ógildingu, símgreiðslu, eftiráskráningu, raðgreiðslu, aðeins heimild. Búnaðurinn safnar síðan færslum í bunka og sendir inn til viðkomandi færsluhirðis.

 1. gr.

Búnaðurinn er eign leigusala. Hvers konar fjölföldun hugbúnaðarhlutans er óheimil. Uppsetning og aðlögun á hugbúnaðinum skal framkvæmd af starfsmönnum leigusala eða aðilum viðurkenndum af leigusala. Glatist hugbúnaðurinn vegna bilunar skal leigusali endurnýja hann.

 1. gr.

Leigusali skuldbindur sig til þess með öllum ráðum að sjá til þess að uppitími lausnarinnar sé að lágmarki 99,5%. Leigusali skal jafnframt tryggja að það séu að lágmarki tvær aðskildar hýsingar af færslumiðlunarþjónustu aðgengilegar hverju sinni.

 1. gr.

Verði leigutaki uppvís að misnotkun á búnaðinum með einhverjum hætti, fellur afnotaréttur hans niður og er þá leigusala heimilt að fjarlæga búnaðinn.

 1. gr.

Leigutaka er óheimilt að veita öðrum aðgang að búnaðinum, beint eða óbeint án skriflegs samþykkis leigusala. Jafnframt er leigutaka óheimilt að framselja notkunarrétt búnaðarins.

 1. gr.

Leigutaki skal annast daglegt eftirlit með því að tryggja að færslur í kerfinu séu réttar og skal leigutaki stemma af færslur í lok hvers dags og bera ábyrgð á því að færslur hafi komist rétt til skila. Leigusali ber ekki ábyrgð á tjóni sem leigutaki kann að verða fyrir vegna hvers konar notkunar búnaðarins.

 1. gr.

Leigusali ber ekki ábyrgð á tjóni eða aðgerðum vegna „óviðráðanlegra aðstæðna“ í samningi þessum er átt við aðstæður sem samningsaðili getur ekki með nokkru móti haft stjórn á, s.s. náttúruhamfarir, stríð, uppreisn, slys, óvæntar og ófyrirséðar stjórnvaldsákvarðanir, óvæntar og ófyrirséðar lagabreytingar, verkföll, verkbönn eða aðrar vinnudeilur, bilun í orkuveitu, fjarskipta- eða flutninganeti, bilun í iðnaðarveri eða vélbúnaði, eldur, flóð, eða óvænt og ófyrirséð vöntun á birgjum eða undirverktökum. Hvorki leigutaki né leigusali eru ábyrgir gagnvart hvorum öðrum ef þjónustuskerðing verður af óviðráðanlegum aðstæðum. Hvor aðili skal tilkynna hinum aðilanum eins fljótt og auðið er ef óviðráðanlegar aðstæður koma upp, með tölvupósti, upplýsingum á heimasíðu eða símtali. Báðir aðilar skulu leggja sig fram við að draga úr afleiðingum þjónustuskerðingar vegna óviðráðanlegra aðstæðna

 1. gr.

Leigusali er og verður eigandi allra hugverkaréttinda sem nú eða síðar verða hluti af heimildarleitarbúnaðinum þ.m.t. höfundarréttur, hönnunarréttur, vörumerkjaréttur, einkaleyfaréttur og eignaréttur að atvinnuleyndarmálum, m.a. vinnuferlum og verklagi og annarri slíkri þekkingu.

 1. gr.

Aðilar samnings þessa bera gagnkvæma skyldu til þess að fara með allar upplýsingar og vitneskju um greiðslulausn leigusala sem trúnaðarmál og atvinnuleyndarmál.

 1. gr.

Leigusala er heimilt að láta undirverktaka sína á hverjum tíma framkvæma þjónustu sem samningur þessi kveður á um, enda skulu þeir vinna á ábyrgð leigusala. Leigusali ber þó aldrei meiri ábyrgð á verkum undirverktaka, en hann hefði ella borið ef hann hefði sjálfur unnið verkið samkvæmt samningi þessum.

 1. gr.

Leigusali skal sjá til þess að búnaðinum sé viðhaldið í samræmi við núverandi staðla og forskriftir sem færsluhirðir leigutaka hefur sett. Komi fram krafa af hálfu þessara aðila sem kollvarpar kerfinu og/eða hönnun þess, þá á þessi grein ekki við.

 1. gr.

Fyrir notkun á greiðslulausn leigusala greiðir leigutaki fast mánaðarlegt leigugjald fyrir hverja útstöð sem er samkvæmt verðskrá leigusala. Leigusali áskilur sér rétt til þess að endurskoða þetta gjald einu sinni á ári, miðað við hækkun neysluverðsvísitölu.

Eftirfarandi er innifalið leigugjaldi:

Tækjabúnaður

 • Posi
 • Standur eða vagga
 • Spennugjafi og netkapall

 

Greiðsluhugbúnaður

 • Nýjasta útgáfa hverju sinni
 • Sjálfvirkar uppfærslur
 • Miðlægar þjónustur

 

Þjónusta

 • Símaþjónusta frá 9:00 til 17:00 alla virka daga
 • Bakvakt 17:00 – 23:00 virka daga og 9:00 til 23:00 um helgar
 • Útskipti vegna bilana á höfuðborgar svæðinu
 • Kerfisvöktun 24/7
 • Öll önnur þjónusta sem krefst þess að farið er á staðinn er skuldfærð sérstaklega sem útkall.

 

 1. gr.

Fyrir aðra þjónustu leigusala en greinir frá í 7., 12. og 13. gr. skal leigutaki greiða sérstaklega fyrir skv. reikningi frá leigusala, svo sem fyrir aðlögun hugbúnaðar, hvers konar viðhald, endurbætur, viðbætur og nýsmíði, þróunarvinnu.

 1. gr.

Samningur þessi tekur gildi við afhendingu greiðslulausn leigusala til leigutaka og er gildur þangað til leigutaki hefur skilað greiðslulausn til leigusala. Bresti forsendur samningsins í verulegum atriðum er báðum aðilum heimilt að rifta samningnum án fyrirvara. Við lok samningsins eða við slit fellur niður afnotaréttur leigutaka að búnaðinum og leigutaka ber þá að skila búnaðinum.

 1. gr.

Leigutaki ber alfarið ábyrgð á tjóni vélbúnaðar sem hlýst af rangri notkun, sem dæmi:

 • Vökvabaði og öðru sambærilegu, slæmrar meðferðar eða vegna þess að vélbúnaður er ekki notaður í það sem hann er hannaður fyrir.
 • Ef annar aðili en sá sem er viðurkenndur af leigusala hefur opnað vélbúnað til meðhöndlunar.
 • Ytri kringumstæðna, s.s. óhappa hverskonar, t.d. bruna, vatnstjóns, óveðurs, breytingar á spennu, bilunar hjá símafyrirtækjum, eða annarra þeirra aðstæðna sem leigusali hefur ekki með að gera.
 • Breytinga á posum eða tengdum viðbóta tækjum sem ekki eru afhent eða viðurkennd af leigusala.

Ef í ljós kemur að vélbúnaður hafi bilað eða eyðilagst af þessum orsökum getur leigusali gert leigutaka að greiða reikning fyrir viðgerð á viðkomandi vélbúnaði þar sem fram koma greinargóðar upplýsingar um orsök bilunar.

 1. gr.

Mál sem upp kunna að koma vegna samnings þessa, skulu rekin fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur.