Knowledge Hub
/
Leiðbeiningar

Helstu aðgerðir og móttaka greiðslna í Android posum

Executive Summary

Hér fyrir neðan er yfirlit yfir helstu aðgerðir í Verifone Android greiðsluposum. Posinn styður margar gerðir korta (örgjörvakort, segulrönd, snertilaus), ásamt möguleikum á síma- og handskráðum greiðslum — ef slíkt er sérstaklega opið í samningi við færsluhirði. Einnig er hægt að framkvæma endurgreiðslur, ógildingar, ásamt fleiru.

Table of Contents

H2
H3
H4

1. Yfirlit & Grunnstillingar

1.1 Kveikja á posa / Endurræsa posa

  • Haldið inni takkanum á hægri hlið posans (neðri takkinn) þar til kveikt er á honum.
  • Til að slökkva eða endurræsa: haldið inni sama takka og veljið Slökkva eða Endurræsa.

1.2 Hleðsla posa

  • Hægt er að hlaða í vöggu eða tengja USB-C-snúru beint í posann.
  • Gætið þess að snúra eða vogga sé rétt tengd og posinn sitji örugglega.

1.3 Skipta um pappírsrúllu

  • Opnið hlíf yfir prentaranum efst á posanum.
  • Takið út tómu rúlluna og setjið nýja rúllu með pappírinn snúan fram/upp.
  • Lokið varlega og reynið prentun ef þarf.

2. Sala á korti

Posinn styður kortagreiðslu með örgjörva, segulrönd eða snertilausri virkni.

2.1 Sala með örgjörvakorti

  1. Sláið inn upphæð á aðalskjá.
  2. Korthafi stingur örgjörvakorti í posann.
  3. PIN kann að vera beðið um; ýtið svo á „Kort“ til staðfestingar.
  4. Veljið hvort prenta eigi eintak fyrir korthafa og/eða söluaðila.

2.2 Sala snertilaus (contactless)

  1. Sláið inn upphæð.
  2. Korthafi/sími snertir eða er haldið að posaskjánum.
  3. PIN kann að vera beðið um (fer eftir upphæð).
  4. Prentun kvittana eftir þörfum.

2.3 Sala með segulrönd

  1. Sláið inn upphæð.
  2. Rennið kortinu með segulrönd í gegnum raufina.
  3. Korthafi kvittar á skjá ef óskað er.
  4. Staðfestið með „Kort“ og prentið strimla ef þarf.

3. Símgreiðsla / Handskráning kortaupplýsinga

Aðeins í boði ef slíkt er opið í samningi við færsluhirði.

  1. Veljið Aðrir valkostirSímgreiðsla eða Handskráning.
  2. Sláið inn kortanúmer.
  3. Sláið inn gildistíma og öryggiskóða (CVV/CVC) ef beðið er um.
  4. Staðfestið og prentið strimla ef óskað er.

4. Ógilding sölufærslu

Ef greiðsla var röng eða þarf að afturkalla hana samdægurs.

  1. Farið í valmyndFærslulisti.
  2. Veljið færsluna sem á að ógilda.
  3. Ýtið á ógilda.
  4. Hakið í ástæðu og staðfestið.

5. Endurgreiðsla

Ef greiðsla hefur þegar verið bókuð en senda þarf upphæð til baka:

  1. Farið í valmynd.
  2. Veljið Færslulisti.
  3. Veljið færsluna sem á að endurgreiða.
  4. Ýtið á Endurgreiðsla.

5A. Heildarendurgreiðsla

  • Veljið Heildarendurgreiðsla.
  • Veljið ástæðu endurgreiðslu.
  • Staðfestið.

5B. Hlutaendurgreiðsla

  • Veljið Eftir upphæð.
  • Sláið inn þá upphæð sem á að endurgreiða (má ekki vera hærri en upprunalega).
  • Veljið ástæðu endurgreiðslu.
  • Staðfestið.

6. Meðhöndlun Bunka (Uppgjörs)

  • Sjálfvirk sending: Færslur sendast yfirleitt sjálfkrafa stuttu eftir að þær eru gerðar.
  • Færslulisti: Hægt er að prenta yfirlit yfir nýlegar færslur, ef óskað er.

7. Viðhald & Öryggi

  • Endurræsið posann ef hann sýnir villur eða tenging rofnar.
  • Gætið að rafhlöðu og athugið reglulega hvort pappírsrúllan sé næg.
  • Hafið samband við Verifone á Íslandi í síma 544 5060 ef upp koma vandamál.

About Verifone

Verifone is the payments architect shaping ecosystems for online and in-person commerce experiences, including everything businesses need – from secure payment devices to eCommerce tools, acquiring services, advanced business insights, and much more.

About Us

More Articles Like This

Leiðbeiningar

Uppsetning á Shopify viðbót Verifone

Read more
Leiðbeiningar

Sýndarposi - Nútíma símgreiðsla gerð einföld

Read more
Leiðbeiningar

Uppsetning á WooCommerce viðbót Verifone

Read more