Taktu við greiðslum á einfaldan hátt

Snögg uppsetning, öruggar færslur og persónuleg þjónusta frá Verifone

Leigðu posa

Posar

Helstu aðgerðir og móttaka greiðslna í Android posum

Read more

Helstu kostir þess að leigja posa frá Verifone

Greiðslulausn sem aðlagast rekstrinum – leigðu posa með fullri þjónustu og skiptu um eða bættu við tækjum þegar fyrirtækið stækkar eða þarfirnar breytast.

Engin upphafskostnaður, bara fast mánaðargjald.

Leiga á posum tryggir fyrirsjáanlegan kostnað án óvæntra útgjalda. Fyrir fyrirtæki sem vilja hagkvæma greiðslulausn með lægri fjárfestingu en kaup á posabúnaði.

Engin upphafskostnaður, bara fast mánaðargjald.

Leiga á posum tryggir fyrirsjáanlegan kostnað án óvæntra útgjalda. Fyrir fyrirtæki sem vilja hagkvæma greiðslulausn með lægri fjárfestingu en kaup á posabúnaði.

PCI-öruggir posar með nýjustu tækni.

Viðskiptavinir treysta öruggum greiðslulausnum. Með posaleigu frá Verifone færðu hámarksöryggi, sjálfvirkar hugbúnaðaruppfærslur og fulla samræmingu við alþjóðlega öryggisstaðla (PCI DSS).

PCI-öruggir posar með nýjustu tækni.

Viðskiptavinir treysta öruggum greiðslulausnum. Með posaleigu frá Verifone færðu hámarksöryggi, sjálfvirkar hugbúnaðaruppfærslur og fulla samræmingu við alþjóðlega öryggisstaðla (PCI DSS).

Hægt að skipta um tæki eða uppfæra eftir þörfum.

Hvort sem þú ert með tímabundinn rekstur eða vaxandi fyrirtæki, þá gerir posaleiga þér kleift að stækka eða minnka búnaðinn eftir þörfum, án þess að fjárfesta í nýjum tækjum.

Hægt að skipta um tæki eða uppfæra eftir þörfum.

Hvort sem þú ert með tímabundinn rekstur eða vaxandi fyrirtæki, þá gerir posaleiga þér kleift að stækka eða minnka búnaðinn eftir þörfum, án þess að fjárfesta í nýjum tækjum.

Tæki, þjónusta og uppfærslur í einum pakka.

Leiga á posa felur í sér allt sem þú þarft: viðhald, þjónustu og stöðugar uppfærslur. Þannig geturðu einbeitt þér að því að veita viðskiptavinum bestu mögulegu þjónustu án tækniáhyggja.

Tæki, þjónusta og uppfærslur í einum pakka.

Leiga á posa felur í sér allt sem þú þarft: viðhald, þjónustu og stöðugar uppfærslur. Þannig geturðu einbeitt þér að því að veita viðskiptavinum bestu mögulegu þjónustu án tækniáhyggja.

Hvernig fæ ég posa?

Að fá leiguposa frá Verifone er einfalt og fljótlegt. Veldu tækið sem hentar þínum rekstri, gerðu samning við færsluhirði og byrjaðu að taka við greiðslum án tafar.

Veldu posa

Finndu tækið sem hentar þér best. Hafðu sambandog við aðstoðum þig við valið.

Veldu færsluhirðir

Ef þú ert ekki þegar með samning við færsluhirði, færðu aðstoð við að gera samning við einhvern af þeim sem Verifone á Íslandi vinnur með.

Byrjaðu að taka við greiðslum

Posi sendur til þín tilbúinn til notkunar, eða sóttur til okkar í Hlíðasmára 12.

Mánaðarlegt leigugjald

Við bjóðum mismunandi tegundir posa sem henta ólíkum rekstri. Þjónusta og tæknileg aðstoð er ávallt innifalin í posaleigu.

Þráðlausir posar

Verð frá 5.600 kr án VSK.

Úrval þráðlausra posa

Sjálfstandandi posar

Verð frá 5.600 kr án VSK.

Úrval sjálfstandandi posa

Posar við afgreiðslukerfi

Verð frá 5.900 kr án VSK.

Úrval posa við afgreiðslukerfi

Þráðlausir posar á ferðinni

Þráðlausir posar veita þér frelsi til að taka við greiðslum hvar sem er – fullkomið fyrir færanlegan rekstur og sveigjanleika í verslun.

Verifone T650p

T650p er léttur og öflugur þráðlaus posi sem fylgir þér hvert sem þú ferð. Posinn er með endingargóðri rafhlöðu fyrir mikla þráðlausa notkun.

Lesa meira

Verifone V660p

Verifone V660p er fullkomlega hannaður til að vaxa með rekstrinum þínum – hvort sem það er í verslun eða netviðskiptum.

Lesa meira
Leigðu þráðlausan posa

Snúrutengdir posar fyrir verslanir

Snúrutengdir posar tryggja stöðugar og öruggar greiðslur – fullkomnir fyrir afgreiðslukassa í verslunum og veitingastöðum.

Verifone M424

Verifone M424 er öflugur posi með 5,5" snertiskjá, fjölbreyttum greiðslumöguleikum og fyrirferðarlítilli hönnun. Hann hentar sérlega vel fyrir stærri verslanir þar sem þörf er á hraðri og skilvirkri afgreiðslu.

Lesa meira

Verifone P630

Verifone P630 er hraðvirkur og öruggur posi sem tengist beint við afgreiðslukerfi, tryggir hnökralausar greiðslur og hámarks skilvirkni.

Lesa meira

Verifone T650c + P400

Samnýttu T650c posann og hraðvirka kortalesarann P400 fyrir skilvirka og örugga greiðslulausn sem hentar verslunum og veitingastöðum.

Lesa meira
Leigðu þráðlausan posa

Algengar spurningar

Færsluhirðir sér um að miðla kortagreiðslum milli söluaðila og kortafyrirtækis. Ef þú ert ekki nú þegar með samning við færsluhirði, hjálpum við þér að tengjast þeim sem Verifone á Íslandi vinnur með.

Það getur verið misjafnt eftir samningsskilmálum hverju sinni. Sumir kjósa langtímasamning, aðrir styttri. Við finnum lausn sem hentar þínum rekstri best.Almennt fellur leigan niður við skil á búnaði.

Uppsetningin er yfirleitt einföld. Þegar við höfum fengið pöntunina og samningur við færsluhirði er til taks tekur oftast 0–2 virka daga að undirbúa posann. Síðan er hann tilbúinn til notkunar um leið og hann er tengdur við rafmagn og net.

Ef upp kemur bilun eða vandamál er þjónustuver okkar til taks. Við leggjum okkur fram um að gera við eða skipta út tækjum eins fljótt og auðið er, svo reksturinn raskist sem minnst.

Fyrir minni verslanir og kaffihús henta þráðlausir posar eins og Verifone T650p vel, þar sem þeir bjóða upp á hraðar greiðslur og auðvelda notkun. Fyrir afgreiðslukassa er snúrutengdur posi eins og Verifone P630 áreiðanleg lausn. Hafðu samband og við hjálpum þér að velja rétt tæki.

Já! Með leigulausn frá Verifone geturðu skipt um posa ef reksturinn þinn krefst annars búnaðar. Þú getur uppfært í nýrri gerð eða skipt yfir í snúrutengdan eða þráðlausan posa eftir þörfum.

Já, við bjóðum upp á styttri leigusamninga fyrir tímabundinn rekstur, svo sem sumaropnanir, markaði eða viðburði. Hafðu samband til að finna lausn sem hentar þínum þörfum.

Af hverju að leigja posa frekar en að kaupa?

Posaleiga er hagkvæm, sveigjanleg og áhyggjulaus lausn fyrir fyrirtæki sem vilja forðast háan upphafskostnað og fá innifalda þjónustu, reglulegar uppfærslur og öruggar greiðslulausnir.

Engin stór fjárfesting

Með leigu greiðirðu fast mánaðargjald í stað þess að leggja út fyrir dýrum tækjakaupum. Fullkomið fyrir rekstur með sveiflur eða tímabundna sölu.

Allt innifalið – Þjónusta og viðhald

Ef eitthvað fer úrskeiðis sér Verifone um bilanagreiningu, viðgerðir og tækniaðstoð án aukakostnaðar.

Sjálfvirkar uppfærslur og PCI-öryggi

Posarnir þínir fá reglulegar uppfærslur og uppfylla nýjustu öryggisstaðla án þess að þú þurfir að hafa áhyggjur af því.

Skalanlegt og sveigjanlegt

Þarftu fleiri eða nýrri posa? Með leigu geturðu auðveldlega skipt um tæki eða bætt við lausnum eftir því sem fyrirtækið vex.

Minni tími í rekstrarmál – meiri fókus á viðskiptavini

Verifone sér um tæknimál, svo þú getur einbeitt þér að því sem skiptir máli – að veita góða þjónustu og auka söluna.

Betri fjárstýring

Fast mánaðargjald hjálpar til við að stýra rekstrarkostnaði og forðast óvæntan viðhaldskostnað sem getur fylgt keyptum tækjum.

Saga Verifone einkennist af trausti.

Við hjá Verifone erum stolt af því að vera traust greiðslufyrirtæki með yfir 40 ára sérfræðiþekkingu. Sérfræðingateymi okkar sér um meira en 10 milljarða kortafærslna á hverju ári um allan heim og hjálpar fyrirtækjum af öllum stærðum, frá sprotafyrirtækjum til þekktustu smásölumerkja, að vaxa og dafna.Forgangsverkefni okkar er að setja viðskiptavini þína í fyrsta sæti, gera þeim kleift að kaupa hvar, hvenær og hvernig sem þeir vilja. Við leggjum metnað okkar í að einfalda greiðsluferlið, gera það áreynslulaust og streitulaust, á sama tíma og við tryggjum að það sé áfram öruggt, áreiðanlegt og þægilegt fyrir fyrirtæki þitt.Við hjá Verifone erum staðráðin í að bjóða upp á framúrskarandi greiðslulausnir sem hjálpa þér að ná viðskiptamarkmiðum þínum.

Lestu meira um Verifone

Taktu við greiðslum með sjálfsöryggi

Sendu okkur þínar upplýsingar. Við höfum samband og finnum bestu posalausnina fyrir þinn rekstur – hvort sem þú ert að leita að hagnýtri lausn fyrir matarvagninn, verslunina eða einfaldlega leið til að taka greiðslur á ferðinni.

Fáðu tilboð