Örugg og sveigjanleg sjálfsafgreiðslutæki
Bjóddu viðskiptavinum þínum upp á að greiða sjálfir með öruggu og fjölhæfu Android greiðslutæki sem tengist Verifone skýjaþjónustunni.
Auðveld samþætting
Samþættist auðveldlega við núverandi kerfi og er samhæft við fjölda afgreiðslukerfislausna.
Gerður fyrir íslenskt veðurfar
Engar áhyggjur af úða eða leka. Veðurþolið hlífðarlag tækisins veitir hámarksvörn gegn ryki, vökva og öðrum skaðlegum efnum og uppfyllir IP65 staðalinn.
Allar greiðslur. Allar aðstæður. Alltaf tengt.
Auktu viðskiptin
-
Verifone skýjaþjónusta
-
Örugg greiðsluviðtaka
Auktu tekjur og bættu viðskiptaupplifun
-
Tækjaumsjón og greiningar
-
Fjölrása greiðslulausn
Sterkbyggð og fjölhæf tæki
-
Fullkomin fyrir bensínstöðvar og sjálfsala
-
Standast veður og vind
-
Hannað til að þola hnjask og skemmdir
Notað af söluaðilum í fjölbreyttum atvinnugreinum
Ertu tilbúin(n) fyrir nýjan UX700?
Hafðu samband við okkur í dag og við aðstoðum þig við að finna bestu lausnina fyrir þitt fyrirtæki.
Þarftu aðstoð við að velja rétta tækið?
Teymið okkar ræðir gjarnan þarfir þínar og hjálpar þér að velja það tæki sem hentar best fyrir þitt fyrirtæki.
Algengar spurningar
-
Hvar og hvernig notast Verifone UX700?
UX700 hentar fyrir alla sölustaði sem þurfa á háþróuðum greiðslustöðvum að halda, hvort sem um er að ræða afgreiðslu með starfsfólki eða sjálfsafgreiðslu. Hann er tilvalinn fyrir fjölbreyttar atvinnugreinar með stílhreinni hönnun og notendavænu viðmóti.
-
Hvaða greiðslumáta styður UX700?
UX700 styður fljótt og örugglega margvíslega greiðslumáta, þar á meðal snertilausar greiðslur (NFC), greiðslur með PIN-númeri, segulrandarkort og farsímaveski eins og Apple Pay og Google Pay.
-
Hverjir eru öryggiseiginleikar UX700?
UX700 er með háþróaða öryggiseiginleika eins og dulkóðun gagna, öruggann PIN-númerinnslátt og EMV-samræmi til að vernda viðkvæmar upplýsingar og tryggja öruggar færslur.
-
Getur UX700 tengst við núverandi afgreiðslukerfið mitt (POS)?
Já, UX700 er hannaður til að samþættast auðveldlega við ýmis sölustaðakerfi (POS). Hann getur átt samskipti við POS hugbúnaðinn þinn og einfaldar þannig samþættingu og rekstur.
-
Hversu endingargóður er UX700?
UX700 er hannaður með endingu í huga og hefur skemmdarvörn með hlífðargrind sem þolir högg allt að fimm joule. Hann er veðurþolinn og uppfyllir IP65 staðalinn, sem gerir hann mjög þolinn gegn vatni, ryki og öðrum umhverfisþáttum.
-
Hvaða þjónustuvalkostir eru í boði fyrir Verifone UX700?
UX700 er knúinn áfram af Verifone skýjaþjónustunni sem gerir kleift að bjóða upp á fjölrásarupplifun, háþróaða skýrslugerð og greiningartól.
-
Hvernig byrja ég með UX700?
Það er einfalt. Hafðu samband við söluteymið okkar og þau munu leiðbeina þér í gegnum ferlið. Þau munu aðstoða þig við að velja réttu stillingarnar fyrir þínar þarfir og veita allar nauðsynlegar upplýsingar til að byrja að nota tækið áreynslulaust.
Tæknilegar upplýsingar
UX700
Features
Láttu til skarar skríða
Við erum hér til að aðstoða þig við að taka við greiðslum.