Greiðslutenglar – Seldu hvar og hvenær sem er

Auðveld leið til að taka á móti greiðslum á netinu fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki

Hafðu samband núna

Sveigjanleg leið til að selja á netinu hvar og hvenær sem er

Hvað eru greiðslutenglar?

Greiðslutenglar (einnig kallað Pay by Link) eru einföld, örugg og sveigjanleg leið til að taka á móti kortagreiðslum á netinu – án þess að setja upp heila vefverslun. Viðskiptavinurinn opnar tengilinn, fer inn í örugga greiðslugátt og lýkur greiðslunni á örfáum sekúndum.

Deildu tenglinum á einfaldan hátt

Sendu greiðslutengil í tölvupósti, SMS eða gegnum samfélagsmiðla – allt eftir því hvar viðskiptavinir þínir eru. Það eina sem þarf er að smella á tengilinn, slá inn kortaupplýsingar og staðfesta greiðslu.

Hentar litlum og meðalstórum fyrirtækjum

Lausnin er tilvalin fyrir rekstraraðila sem vilja bæta við netgreiðslum án þess að fjárfesta í stóru vefverslunarkerfi. Hvort sem þú ert að selja vörur, þjónustu eða áskriftarlausnir, þá geturðu tekið á móti greiðslum hratt og örugglega, hvar og hvenær sem er.

Lægri kostnaður við innleiðingu

Engin dýr uppsetning á netverslun eða flóknum kerfum – aðeins Verifone Central og greiðslutengillinn.

Auknir sölumöguleikar

Seldu vörur og þjónustu til viðskiptavina þinna án tillits til staðsetningar þeirra – þú deilir einfaldlega greiðslutenglinum.

Tímasparnaður og betri yfirsýn

Losnaðu við óþarfa umsýslu og flækjur í reikningagerð, því allar greiðslur eru skráðar sjálfkrafa í kerfið.

Sterkari samskipti við viðskiptavini

Með öruggri og notendavænni greiðsluleið vex traust og ánægja viðskiptavina.

Hvers vegna að nota greiðslutengla?

Fljót og einföld uppsetning

Þú getur byrjað að búa til greiðslutengla strax. Það þarf ekki að forrita neitt né tengja flókna veflausn.

Fljót og einföld uppsetning

Þú getur byrjað að búa til greiðslutengla strax. Það þarf ekki að forrita neitt né tengja flókna veflausn.

Sveigjanleiki og fjölbreytt notkun

Búðu til tengil fyrir einstaka pantanir, áskriftarþjónustur eða sértilboð. Deildu tenglinum með SMS, tölvupósti eða samfélagsmiðlum.

Sveigjanleiki og fjölbreytt notkun

Búðu til tengil fyrir einstaka pantanir, áskriftarþjónustur eða sértilboð. Deildu tenglinum með SMS, tölvupósti eða samfélagsmiðlum.

Örugg þjónusta

Greiðslutenglar nota örugga greiðslugátt Verifone, þar sem allar helstu öryggiskröfur eru uppfylltar.

Örugg þjónusta

Greiðslutenglar nota örugga greiðslugátt Verifone, þar sem allar helstu öryggiskröfur eru uppfylltar.

Eftirlit og yfirlit í rauntíma

Fylgstu með stöðu greiðslna, skoðaðu upplýsingar um viðskipti og stjórnaðu endurgreiðslum í Verifone Central.

Eftirlit og yfirlit í rauntíma

Fylgstu með stöðu greiðslna, skoðaðu upplýsingar um viðskipti og stjórnaðu endurgreiðslum í Verifone Central.

Hentar smáum og meðalstórum rekstri

Hvort sem þú ert að selja handgerðar vörur, reka lítinn veitingastað eða veita ráðgjöf geturðu auðveldlega tekið á móti greiðslum frá viðskiptavinum þínum.

Hentar smáum og meðalstórum rekstri

Hvort sem þú ert að selja handgerðar vörur, reka lítinn veitingastað eða veita ráðgjöf geturðu auðveldlega tekið á móti greiðslum frá viðskiptavinum þínum.

Prófaðu greiðslutengla strax í dag

Ef þú vilt auka sölu, létta á innheimtuferlum og bjóða viðskiptavinum þínum upp á óaðfinnanlega greiðsluleið, þá eru greiðslutenglar frá Verifone rétta lausnin.

Samband við sölu

How It Works

Skref 1

Skráðu þig inn á Verifone Central

Fáðu þér aðgang að Verifone Central, þar sem þú stjórnar öllum greiðslum og tenglum.

Skref 2

Búðu til greiðslutengil

Farðu í Viðskipti > Greiðslutól > Greiðslutenglar og smelltu á „Búa til greiðslutengil.“ Sláðu inn upphæð, gjaldmiðil og helstu upplýsingar um viðskiptavin.

Skref 3

Stilltu tengilinn

Veldu greiðslumáta sem samræmist samningnum þínum við færsluhirðir. Þú getur líka skráð lýsingu á vöru, þjónustu eða tilboði og stillt gildistíma tengilsins.

Skref 4

Deildu tenglinum

Þegar tengillinn er tilbúinn geturðu afritað hann eða sent beint til viðskiptavinar í tölvupósti eða SMS.

Skref 5

Fylgstu með greiðslum

Í Verifone Central sérðu hvenær greiðsla er framkvæmd, ógreidd eða runnin út. Ef tengill rennur út er auðvelt að virkja hann aftur.

Skref 6

Endurgreiðslur ef þarf

Ef greiðsla hefur þegar átt sér stað og skilyrði færsluhirðisins leyfa það geturðu óskað eftir endurgreiðslu beint í Verifone Central.

Bættu við netgreiðslum í einum rykk

Sparaðu tíma og pening með einfaldri lausn sem gerir þér kleift að selja og innheimta greiðslur á netinu, alveg án flókinna kerfa.

Hafðu samband

Algengar spurningar

Nei. Greiðslutenglar henta öllum rekstri sem vill taka á móti greiðslum rafrænt, án mikillar uppsetningar. Þetta gæti verið lítil fyrirtæki, handverksfólk, ráðgjafarfyrirtæki eða hver sem er sem óskar eftir sveigjanlegri leið til að innheimta greiðslur.

Greiðslutenglar nota örugga greiðslugátt Verifone, sem uppfyllir helstu öryggisstaðla. Allar færslur fara í gegnum vottaðar rásir, og þú fylgist með þeim í Verifone Central.

Já, þú getur nýtt greiðslutengla ásamt öðrum greiðslumáta sem þú hefur samið um við færsluhirðirinn. Þetta skapar þægilegra ferli fyrir bæði þig og viðskiptavini þína.

Þú byrjar með því að hafa samband við okkur eða skrá þig inn í Verifone Central ef þú ert nú þegar viðskiptavinur. Veldu „Greiðslutenglar“ og fylgdu einföldum skrefum sem við útlistum hér að ofan.

Uppfærðu netverslunina þína – fleiri möguleikar, meiri árangur

Heildaryfirsýn og mælaborð

Fáðu rauntímayfirlit yfir allar greiðslur í Verifone Central – hvort sem þær koma úr netverslun, posa eða öðrum sölurásum. Með sveigjanlegri skýrslugerð og gagnlegum greiningum geturðu tekið upplýstar ákvarðanir um reksturinn og aukið sölu.

Lesa meira

ÁskrifTenging við netverslunarkerfitargreiðslur

Gakktu úr skugga um að viðskiptavinir geti klárað kaup í netversluninni þinni með öruggum og sveigjanlegum hætti. Okkar greiðslulausn tengist helstu netverslunarkerfum fljótt og einfaldlega.

Lesa meira

Greiðslulausn fyrir WooCommerce

Tengdu Verifone greiðslulausn við WooCommerce-verslunina þína án flókinna uppsetningarferla. Bættu upplifun viðskiptavina og tryggðu öruggar greiðslur í leiðinni.

Lesa meira

Greiðslulausn fyrir Shopify

Gerðu Shopify-verslunina þína enn aðgengilegri með greiðslulausn Verifone. Veittu viðskiptavinum þínum örugga og hraða leið til að ljúka kaupunum, alveg sama hvar þau eru stödd.

Lesa meira

Efldu söluferlið og náðu lengra

Gerðu greiðsluupplifunina einfaldari fyrir viðskiptavini þína og fáðu rauntímayfirlit yfir allar færslur í Verifone Central.

Hafðu samband við sölu