Komdu netversluninni af stað á augabragði

Notarðu vinsæl netverslunarkerfi eins og WooCommerce eða Shopify? Með tilbúnum greiðsluviðbótum okkar geturðu hafið sölu strax - engin forritun, engin bið. Veldu viðbót, settu hana upp og byrjaðu að selja.

Heyrðu í sölumanni

Byrjaðu að taka við greiðslum á netinu í dag

Einföld innleiðing

Það er auðvelt að taka við greiðslum á vefsíðunni þinni. Staðfestu einfaldlega Verifone skilríkin þín í netverslunarkerfinu (CMS) á vefsíðunni þinni.

Tengist öllum helstu kerfum

Það eru góðar líkur á að lausnir okkar virki með vefsíðunni þinni. Við bjóðum upp á viðbætur til að tengjast vefsíðum sem eru byggðar með Magento, OpenCart, PrestaShop, Salesforce Commerce Cloud, Shopify og WooCommerce.

Greiðsluinnsýn og skýrslugerð

Notaðu tilbúnar skýrslur okkar og innsýn í greiðslur til að fylgjast með þróun í versluninni og taka upplýstar ákvarðanir fyrir fyrirtækið.

Stækkaðu út á nýja markaði

Ekki glíma við hindranir í útrás þinni út fyrir landsteinana. Með einfaldri samþættingu og án þess að þurfa að skrifa kóða til að tengjast vefsíðunni þinni eru tenglar okkar við þriðju aðila auðveldasta leiðin fyrir þig að stækka út á nýja markaði og taka við greiðslum. Nýttu þér þitt uppáhalds netverslunarkerfi (CMS) til að búa til staðbundna vefsíðu og samþætta við Verifone viðbætur til að byrja að taka við greiðslum á netinu.

Lesa meira

Val um mismunandi greiðsluferli

Þegar þú samþættir greiðslur í gegnum viðbætur fara viðskiptavinir þínir í gegnum greiðsluferli sem Verifone hýsir til að tryggja hámarksöryggi fyrir viðkvæmar upplýsingar. Þú getur valið hvort þú vilt nota hýsta afgreiðslu eða innbyggða greiðslusíðu (iFrame) sem hægt er að sérsníða að útliti þíns vörumerkis.

Lesa meira

Byrjaðu að taka við greiðslum á netinu

Samband við sölu

Einföld leið að innleiðingu með skýrum leiðbeiningum

Hýsta afgreiðslan okkar er auðveld í uppsetningu með hjálp tengla (connectors) eða viðbóta (plugins) í netverslunarkerfi (CMS). Engin tæknileg þekking er nauðsynleg og leiðbeiningar okkar veita skýr og nákvæm skref til að hjálpa þér að hefja netgreiðslur á augabragði.

Lesa skjöl
Creating a Checkout
{
   "encrypted_card": "UdhzzdictByb2rcien", 
   "cvv"; "MR J HOLDER",
   "card_holder_name":"MR J HOLDER",
   "expiry month": 12,
   "expiry_year": 2021,
   "token_expiry_date": "2822-67-15", 
   "public_key_allas": "string",
   "scheme_token_action": "DELETE"
 }

How It Works

Skref 1

Sæktu aðgangsupplýsingar

Sæktu Verifone aðgangsleyfið þitt í Verifone Central stjórnborðinu eða í gegnum tengiliðinn þinn hjá okkur.

Skref 2

Settu inn upplýsingar í netverslunarkerfið

Skráðu þig inn á netverslunarkerfið þitt (CMS) og settu inn Verifone aðgangsupplýsingar þínar.

Skref 3

Byrjaðu að selja

Veldu greiðslumátana sem þú vilt bjóða upp á í afgreiðslunni og byrjaðu að taka við greiðslum á netinu strax.

Fáðu ókeypis ráðgjöf hjá sérfræðingi

API og tenglar gera þér kleift að stjórna öllum þáttum pöntunarferlisins á einfaldan hátt. Hafðu samband til að finna út hvaða lausnir henta best fyrir þín viðskiptamarkmið.

Talaðu við okkur

Algengar spurningar

Já, það er einfalt. Virkjaðu WooCommerce viðbótina og tengdu vefsíðuna þína með Verifone viðbótinni. Þú tengir svo Verifone reikninginn þinn við viðmótið og þá ertu tilbúin(n) að taka við greiðslum.

  • Notandaauðkenni
  • API lykill
  • Fyrirtækjaauðkenni
  • Færsluhirðingarauðkenni
  • 3DS auðkenni

Þú getur valið hvaða greiðslumáta eru samþykktir í greiðsluferlinu beint frá stjórnborðinu þínu. Þar getur þú einnig:

Prófað Test Mode (prófunarstillingu)

Kveikt eða slökkt á kröfu um CVV (öryggisnúmer korts)

Kveikt eða slökkt á 3D-Secure auðkenningu fyrir aukið öryggi

Já, greiðsluferlið er tiltækt á fjölmörgum tungumálum. Meðal þeirra eru íslenska, enska, Norðurlandamálin, þýska, franska og fjölmörg önnur tungumál sem henta þínum markhópi.

Fleiri þjónustur til að auka viðskiptavöxt og ánægju viðskiptavina

Fjölbreyttir greiðslumátar

Bjóðið viðskiptavinum upp á að greiða með þeim greiðslumáta sem þeir kjósa. Þetta felur í sér vinsæl stafræn veski, bæði alþjóðleg og innlend, sem og valkosti eins og "kaupa núna, borga síðar."

Lesa meira

Skýrslugerð og greining

Fáðu yfirsýn yfir allar greiðslur í einum stað, á Verifone Central mælaborðinu þínu. Þar getur þú nálgast eða skipulagt skýrslur, búið til greiðslutengla og fylgst með sölu í mismunandi sölurásum.

Lesa meira

Svikavörn

Vertu vel varið gegn svikum með lausnum sem draga úr áhættu netverslunar. Nýttu þér táknbundnar greiðslur (tokenized payments) og aðlagaðu stig svikakerfisins að þínum þörfum.

Lesa meira

Við hjálpum þér að velja réttu lausnina

Sérfræðingar okkar ræða fúslega þarfir þínar.

Hafðu samband við sölu