Businessmen working together

This video does not contain audio

Búðu til betri viðskiptaupplifun með kraftmiklum lausnum.

Vantar þig eina lausn til að samþætta allar greiðslur, hvort sem er í verslun eða á netinu? Skýjaþjónusta okkar býður upp á þetta og meira til, með möguleika á að sérsníða upplifun hvers viðskiptavinar.

Reynsluprófaðar greiðslulausnir sem aðlagast þörfum vaxandi fyrirtækja

Efldu viðskiptasambönd þín með miðlægri greiðslulausn í skýinu.
people cloud services old person learning use technology

Tryggðu öryggi og möguleika á fjölrása viðskiptum með auðkenningu

Öflugri greining á viðskiptavinum og minni áhætta með auðkenningu sem kemur í veg fyrir að viðkvæmar greiðsluupplýsingar berist inn á þín kerfi.

  • Samnýting auðkenna

    Einfalt er oft best. Nýttu sömu auðkenningar í öllum fyrirtækjum þínum til að tryggja hámarks sveigjanleika.

  • Mikill sveigjanleiki

    Auðvelt að aðlaga til að uppfylla ákveðnar PAN kröfur í samræmi við kerfisþarfir.

  • Óháð auðkenni

    Flyttu auðkenni sem eru óháð vinnsluaðilum með hýstum auðkennum í Verifone skýjaþjónustunni.

Image
detail cloud services young handsome man enjoy shopping online mobile phone with credit card

Taktu við greiðslum hvar og hvenær sem er

Haltu sölukerfinu þínu hnökralausu og þægilegu. Bættu upplifun viðskiptavina þinna við afgreiðslu með alþjóðlegri netverslunarlausn frá okkur.

  • Ótal samþættingarmöguleika

    Byrjaðu að taka við netgreiðslum með auðveldum og öruggum hýstum afgreiðslumöguleika frá okkur.

  • Taktu við háþróuðum greiðsluleiðum

    Auktu þægindi fyrir viðskiptavini með því að innleiða nýjar greiðsluaðferðir með hnökralausri APM (Advanced Payment Methods) lausn okkar.

  • Öflug innsýn í viðskipti þín

    Fáðu samstundis betri yfirsýn og taktu upplýstari viðskiptaákvarðanir með öflugri skýrslugerð.

Image
people cloud services hispanic young female administrator working remotely laptop street

Leyfðu viðskiptavinum að greiða á sínum forsendum

Hefur þú tekið eftir breytingum á greiðsluhegðun viðskiptavina? Neytendur hafa í dag meiri stjórn á fjármálum sínum og velja í auknu mæli aðrar greiðsluaðferðir en debet- og kreditkort.

  • Greiðslumátar sem viðskiptavinir kjósa

    Bjóddu upp á þekkta og trausta valkosti fyrir greiðslur í verslun og á netinu.

  • Árangursríkur vöxtur fyrir fyrirtækið þitt

    Mættu öllum þörfum með einni samþættingu sem gerir þér kleift að bæta við nýjum greiðslumátum eftir því sem fyrirtækið þróast.

  • Hugsaðu út fyrir kassann

    Nýttu þér aukinn sveigjanleika með valkostum eins og „kaupa núna, borga seinna“ og öðrum vinsælum greiðslumátum.

Image
people cloud services young woman using smartphone cafe
Image
Smiley pictogram white

Ertu tilbúin(n) að taka næsta skref?

Greiðslusérfræðingar okkar geta hjálpað þér að endurhugsa hvernig fyrirtækið þitt tekur við greiðslum.

Heildarlausn sem skilar sér í auknum árangri
Image
detail cloud services croissant pumpkin spice latte

Þráðlaus posi og posi á afgreiðsluborðið

Bættu upplifun í versluninni þinni með því að innleiða posa tengda afgreiðslukerfi og þráðlausa posa, þannig getur þú aukið ánægju viðskiptavina þinna.

  • Sérhönnuð tæki
  • Þaulreynt öryggiskerfi
  • PCI 5 og 6 samþykkt tæki í boði

Þráðlaus posi og posi á afgreiðsluborðið

Bættu upplifun í versluninni þinni með því að innleiða posa tengda afgreiðslukerfi og þráðlausa posa, þannig getur þú aukið ánægju viðskiptavina þinna.

  • Sérhönnuð tæki
  • Þaulreynt öryggiskerfi
  • PCI 5 og 6 samþykkt tæki í boði
Image
people cloud services bearded florist takes order mobile phone

Samþættar greiðslulausnir með auðkenningarvirkni

Vertu með á nótunum þegar viðskiptavinir þínir versla og virða fyrir sér vörumerkið þitt, án þess að fórna öryggi. Auðkenningarlausnin okkar býður upp á hnökralausa greiðsluupplifun og eykur öryggi á öllum sölurásum þ.e. í verslun, á netinu og í síma.

Samþættar greiðslulausnir með auðkenningarvirkni

Vertu með á nótunum þegar viðskiptavinir þínir versla og virða fyrir sér vörumerkið þitt, án þess að fórna öryggi. Auðkenningarlausnin okkar býður upp á hnökralausa greiðsluupplifun og eykur öryggi á öllum sölurásum þ.e. í verslun, á netinu og í síma.

Image
people cloud services corporate woman phone call computer typing working

Vöktuð þjónusta

Slakaðu á og fylgstu með nýju lausnunum þínum innleiðast á hnökralausan hátt. Með eftirfylgni hjálpum við þér að tryggja góða heildarupplifun.

  • Samsetning
  • Dreifing
  • Uppsetning
  • Tæknileg aðstoð og viðgerðarþjónusta

Vöktuð þjónusta

Slakaðu á og fylgstu með nýju lausnunum þínum innleiðast á hnökralausan hátt. Með eftirfylgni hjálpum við þér að tryggja góða heildarupplifun.

  • Samsetning
  • Dreifing
  • Uppsetning
  • Tæknileg aðstoð og viðgerðarþjónusta

Hannað með þróun í huga

Forritaskilin okkar (API) eru hönnuð til að gera samþættingu við Verifone skýjaþjónustuna eins auðvelda og mögulegt er. Tökum höndum saman og mótum framtíð viðskipta.

  • Tilbúnar samþættingar

    Hannað með notendur að leiðarljósi. Við gerum það enn auðveldara að tengja forrit frá þriðja aðila við okkar lausnir.

    Lesa meira
  • Aðgengileg og auðskiljanleg skjöl

    Verifone.cloud kerfið okkar inniheldur ítarlegar leiðbeiningar, skref fyrir skref, sem leiðir þig í gegnum hugtök og ferla sem Verifone skýjaþjónustan býður upp á.

    Lesa meira
"SaleTransactionID": {
"TransactionID": "4444444444",
"TimeStamp": "2021-02-25T07:42:12.580Z"
},
"SaleReferenceID": "string",
"SaleTerminalData": {},
"CustomerOrderReq": null,
"SaleToPOIData": "{\"p\":\"{\\\"_a\\\":\\\"demo_host\\\",\\\"_b\\\":\\\"288888\\\",\\\"_d\\\":39.00,\\\"_f\\\":\\\"TRANSACTION_PAYMENT_TYPE\\\"}\"}",
"SaleToAcquirerData": null
},
"OriginalPOITransaction": {
"poiid": "string",
"SaleID": "string",
"POIID": "string",
"POITransactionID": {
Image
Smiley pictogram black 1

Fáðu ókeypis ráðgjöf sérfræðings.

Stjórnaðu öllum þáttum rekstrarins með öflugum API tengingum.

Algengar spurningar

Image
people detail cloud services office man working laptop
  • Er Verifone með viðurkennda P2PE lausn?

    Já, að sjálfsögðu. Viðurkennda P2PE lausnin okkar, sem uppfyllir PCI staðla, dulkóðar kortaupplýsingar viðskiptavina um leið og þær eru lesnar inn í PCI-samþykkt tæki. Afkóðun fer síðan fram utan staðar í viðurkenndum Verifone vélbúnaðaröryggiseiningu (HSM).

  • Þarf ég að virkja alla þjónustu Verifone skýjalausnarinnar í einu?

    Nei, alls ekki. Þú hefur frelsi til að virkja eins margar – eða fáar – þjónustur og þú þarft í gegnum skýjalausn okkar. Þetta er eins og matseðill á veitingastað, þar sem þú getur valið það sem þú vilt, hvenær sem er og bætt við fleiri réttum þegar þörfin krefur.

  • Hvaða aðrar greiðsluleiðir, fyrir utan kredit- og debetkort, eru studdar?

    Þú hefur frelsi til að bjóða viðskiptavinum fjölbreytt úrval greiðslumöguleika með öflugu APM lausninni okkar.

Image
Check 2

Við hjálpum þér að velja réttu lausnina.

Góð ráðgjöf tekur tíma. Sérfræðingar okkar ræða fúslega við þig um þarfir þínar.