Lausnir fyrir allar sölurásir
Sjálfsafgreiðslu posar
Skapaðu góða upplifun án afgreiðslufólks. Hvort sem þú leitar að sjálfsafgreiðslutækjum eða vilt sameina viðskiptavinastýrð tæki með hefðbundnum afgreiðslukössum, þá höfum við lausnina. Sjálfsafgreiðsluskjáirnir okkar bjóða upp á einfaldleika með litríkum, sérhönnuðum og gagnvirkum skjá sem vekur athygli neytenda og bjóða upp á hindrunarlausa pöntunarupplifun. Engin bið. Engir höfuðverkir. Engin fyrirhöfn.
-
Haltu viðskiptavinum ánægðum
Það finnst engum gaman að bíða í röð. Notaðu sjálfsafgreiðslutæki til að minnka bið á kassanum og gera viðskiptavinum kleift að setja inn sína pöntun sjálft, senda hana í vinnslu og greiða fyrir, allt með nokkrum smellum. Sumir samstarfsaðilar okkar hafa séð biðtíma lækka um allt að 70% með því að notast við sjálfsafgreiðslu.
-
Hámarkaðu virði pantana
Bjóddu viðskiptavinum að bæta við vörum sem hentar vel með þeirra pöntun, á meðan þau stimpla inn á sjálfsafgreiðsluskjáinn. Gerðu þeim auðvelt með að bæta við aukahlutum eða uppfærslum sem hámarka virði pöntunar. Ólíkt mannlegu starfsfólki þá gleyma sjálfsafgreiðslutæki aldrei að bjóða upp á auka vörur eða þjónustur sem skilar sér í auknum tækifærum til þess að hámarka virði einstaka viðskipta.
-
Afgreiddu réttar pantanir
Með sjálfsafgreiðslulausn fer viðskiptavinur sjálfur yfir pöntunina áður en hann sendir hana áfram. Þetta minnkar áhættuna á að pantanir misskiljist yfir afgreiðsluborðið, getur minnkað matarsóun og óþarfa kostnað.
-
Gerðu starfsemina skilvirkari
Lækkaðu rekstrarkostnað með aukinni sjálfvirknivæðingu. Gerðu starfsfólki þínu kleift að einbeita sér að því að veita góða upplifun og sjá um flóknari verkefni. Þetta bætir skilvirkni og eykur hagnað.
Fullkomin samþætting
Við bjóðum upp á heildstæða lausn sem gerir reksturinn einfaldari og skilvirkari fyrir þig. Kerfið okkar samþættist fullkomlega við öll helstu sölukerfi (POS) eða þú getur haldið áfram að nota þitt núverandi afgreiðslukerfi, en samt nýtt þér öfluga greiðslukerfið okkar. Við vinnum náið með leiðandi hugbúnaðarfyrirtækjum í hóteliðnaðinum til að tryggja að þú fáir bestu mögulegu upplifun og lausnir sem henta þínum þörfum.
Greiðslur hvar sem er
Auktu ánægju og tryggð viðskiptavina með því að bjóða upp á fjölbreytt úrval greiðslumáta. Þráðlausu posarnir okkar auðvelda þér að taka við greiðslum hvar sem viðskiptavinirnir eru, hvort sem það er í skemmtigarði, á íþróttaviðburði, á veitingastað eða í bílalúgu. Seldu mat og drykk beint í sætið, við innganginn eða í afgreiðslu. Þráðlausu tækin okkar gera greiðsluferlið einfalt og þægilegt fyrir alla.
Klár í að veita gestum þínum frábæra þjónustu?
Við bjóðum upp á öflugar og einfaldar greiðslulausnir og hjálpum þér að komast af stað.
Spenntu bogann fyrir gestina þína.
Þú einbeitir þér að því að skapa ógleymanlega upplifun fyrir gestina þína, við sjáum um allt hitt.