Greiðsla í Verifone posa
Vélbúnaður, hugbúnaður og þjónusta í einum pakka

Allt í einum pakka

Taktu við greiðslum - auðvelt og öruggt!

  • Allt í einum pakka

    Vélbúnaður, hugbúnaður og þjónusta. Auðveld og örugg lausn með öllu inniföldnu.
  • Þjónusta og tæknileg aðstoð

    Þjónusta og tæknileg aðstoð á skrifstofutíma auk bakvaktar til 23:00 alla daga vikunnar.
  • Færsluhirðir að eigin vali

    Við erum í samstarfi við flest alla færsluhirða á Íslandi, svo þú getur valið nákvæmlega þann sem hentar fyrirtækinu þínu best.
Yfirlit
Barista taking a credit card payment

Við búum yfir mikilli reynslu í greiðslulausnum eftir 27 ára starf á Íslandi

Greiðslulausnin okkar er samsett af fjölbreyttri flóru vélbúnaðar fyrir ýmsar aðstæður, hugbúnaði og framúrskarandi þjónustu í þeim tilgangi að þjóna ólíkum fyrirtækjum. Þjónustusviðið okkar samanstendur af mikilli þekkingu á okkar lausnum og starfsfólk okkar kappkostar við að aðstoða þig við að ná sem mestu út úr þeim. Við hjálpum þér að finna þann kost sem hentar þér og þínum rekstri best, hvort sem hann er lítill eða stór með þörf á tengingu við afgreiðslukerfi.

Tæknileg aðstoð

Hentar flestum fyrirtækjum

Tenging við flest afgreiðslukerfi

Ein af lausnunum sem við bjóðum upp á er glænýr Verifone CM5, sem er byggður á Android kerfinu sem býður upp á fjölmarga möguleika með smáforritum á borð við afgreiðslukerfi beint í posann. Greiðslubúnaðurinn er glæsilega hannaður með stórum endingargóðum snertiskjá og innbyggðum prentara. Posinn er þráðlaus og hefur góða rafhlöðuendingu sem gerir hann auðveldan í notkun. Hann uppfyllir að sjálfsögðu hæstu PCI öryggisstaðla (PCI 5).

Android

Góð rafhlöðuending

PCI 5 vottaður vélbúnaður

Ég hef áhuga á greiðslulausn

Mig langar að heyra meira um rafræn viðskipti

Hafðu samband við sölusvið